skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]
Á SUMARFÓLK RÉTT Á STYRKJUM?

Á SUMARFÓLK RÉTT Á STYRKJUM?

  • 7. júní, 2024

Svarið við því er já. Á heimasíðu SSF, ssf.is/Mínar síður getur sumarfólk sótt um ýmsa styrki. En til þess að ferlið gangi vel þarf að passa að öll gögn séu rétt,  og að með þeim sé staðfesting á því að viðkomandi sé sumarstarfsmaður eða að það sé tiltekið inni í umsókninni undir liðnum „Athugasemdir“. Ef sótt er um styrk í Menntunarsjóðinn þarf að fylgja með umsókn staðfesting á námi, og gild greiðslukvittun.…

Lesa meira
Raunávöxtun nokkurra lífeyrissjóða 2023

Raunávöxtun nokkurra lífeyrissjóða 2023

  • 3. júní, 2024

Fyrr á árinu birtum við upplýsingar um ávöxtun þeirra samtryggingarsjóða sem ætla má að langstærstur hluti starfsfólks á samningssviði SSF greiði skyldulífeyrisframlag í. Þetta eru Almenni lífeyissjóðurinn, Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Íslenski lífeyrissjóðurinn, Lífeyrissjóður bankamanna og Lífeyrissjóður verslunarmanna. Nú hafa allir þessir sjóðir birt ársuppgjör fyrir árið 2023 og þar með raunávöxtun á árinu. Árið 2023 var lífeyrissjóðunum erfitt hvað ávöxtun varðar þó það hafi ekki verið eins slæmt og 2022. Ekki…

Lesa meira
Kjarasamningur samþykktur

Kjarasamningur samþykktur

  • 24. maí, 2024

Staðan innan SSF er skrýtin með samþykkt nýs kjarasamnings frá 6. maí. Fleiri voru á móti samningi en með, en samkvæmt reglunum telst samningurinn samþykktur þar sem meirihluta greiddra atkvæða þarf til þess að fella kjarasamning. Það er kannski ekki alveg rétt að hjáseta eða afstöðuleysi sé talin með jáum, krafa löggjafans hljóðar þannig að meira en helmingur þeirra sem kjósa séu á móti til að fella samning, sbr. 5.…

Lesa meira
NIÐURSTAÐA ÚR KOSNINGU UM KJARASAMNING SSF

NIÐURSTAÐA ÚR KOSNINGU UM KJARASAMNING SSF

  • 17. maí, 2024

Ágætu félagsmenn í SSF Niðurstaðan úr atkvæðagreiðslu um kjarasamning var þessi: Á kjörskrá voru 3574 Þar af kusu 2721 eða samtals 76,1% þátttaka sem er frábært. Niðurstöður voru: Já = 1292 eða samtals 47,48% Nei = 1322 eða samtals 48,59% Tek ekki afstöðu = 107 eða samtals 3,93% Meiri hluti félagsmanna sem tóku afstöðu felldu kjarasamninginn. Samtök atvinnulífsins telja að „Tek ekki afstöðu“ eigi að telja með „já“ atkvæðum. Samninganefnd…

Lesa meira
KOSNINGU LÝKUR KL. 10 Á MORGUN FÖSTUDAG!

KOSNINGU LÝKUR KL. 10 Á MORGUN FÖSTUDAG!

  • 16. maí, 2024

Nú styttist í lok kosningar um kjarasamning SSF og SA.  Nú í morgun, fimmtudag, var kosningaþátttaka komin í 64,1%.  Kosningu lýkur kl. 10.00 á morgun föstudaginn 17. maí.  SSF hvetur alla til að kjósa um kjarasamninginn með því að fara inn á neðangreinda slóð: ssf.is/kosning Við viljum ítreka að þó félagsmaður fái EKKI sms þá getur hann samt sem áður kosið með því að fara inn á ofangreindan link, ssf.is/kosning. Framkvæmd…

Lesa meira
KOSNING UM KJARASAMNING ENN Í GANGI!

KOSNING UM KJARASAMNING ENN Í GANGI!

  • 14. maí, 2024

Kosning um kjarasamning SSF og SA sem undirritaður var 6. maí stendur enn yfir.  Í morgun höfðu  52,4% greitt atkvæði.  Félagsmenn SSF hafa ávallt fylgst vel með og tekið virkan þátt í kosningu um kjarasamning og við eigum ekki von á öðru í þetta sinn.  Framkvæmd kosningarinnar er í höndum óháðs aðila, AP Media. Þau ykkar sem eigið eftir að kynna ykkur innihald samningsins getið lesið hann hér sem og…

Lesa meira
KOSNING UM KJARASAMNING HEFST KL. 15.00

KOSNING UM KJARASAMNING HEFST KL. 15.00

  • 10. maí, 2024

Nú er búið að kynna kjarasamning SSF og SA á Teams og næsta skref að greiða atkvæði um hann.  Rafræn kosning hefst í dag föstudaginn 10 maí kl. 15.00 og henni lýkur föstudaginn 17 maí kl. 10.00. Framkvæmd rafrænnar kosningar er í höndum óháðs aðila, AP Media. Linkur inn á kosninguna er þessi en hann opnar kl. 15.00 föstudag 10 mai: ssf.is/kosning Við hvetjum ykkur öll til að taka afstöðu…

Lesa meira
Nýr kjarasamningur SSF!

Nýr kjarasamningur SSF!

  • 7. maí, 2024

Samninganefnd SSF undirritaði nýjan kjarasaamning í gær. Samningurinn er afturvirkur og gildir frá 1. Febrúar 2024 og er til fjögurra ára. Samningurinn er í anda þeirra kjarasamninga sem gerðir hafa verið á almenna markaðnum á þessu ári, og almennar launahækkanir þær sömu. Ekki er um að ræða sömu krónutölu fyrir alla eins og verið hefur í tveimur síðustu samningum og ekkert þak er á launahækkunum. Fyrir utan það sem að finna…

Lesa meira
1. MAÍ ER DAGUR TIL AÐ MINNAST

1. MAÍ ER DAGUR TIL AÐ MINNAST

  • 1. maí, 2024

Í dag er 1. maí og þá er gott að minnast þess að öll okkar réttindi hafa fengist í gegn um stéttarbaráttu,  Þessi réttindi hefur enginn fært okkur á silfurfati og gaman að geta þess að á næsta ári á SSF 90 ára afmæli svo stéttarfélagið hefur staðið vaktina ansi lengi.  Þessu eigum við kannski til að gleyma og því er gott að fyrsta maí ber upp á hverju ári…

Lesa meira
ALLT RÉTT INNI Í MÍNUM SÍÐUM?

ALLT RÉTT INNI Í MÍNUM SÍÐUM?

  • 26. apríl, 2024

MÍNAR SÍÐUR Það vill bregða við að félagsmenn hafi hvorki skráð inn á „Mínar síður“ netfang né símanúmer.   Það gerir okkur erfitt fyrir ef hafa þarf samband vegna einhvers sem snýr t.d. að umsóknum í sjóði SSF. Það sem meira er að þegar kemur að atkvæðagreiðslu vegna kjarasamnings, þá geta þeir sem hafa hvorugt skráð ekki greitt atkvæði.  Við viljum því hvetja ykkur til þess að skoða skráninguna ykkar á…

Lesa meira
Search