Undanþága fyrir sameiginlegu seðlaveri
Samkeppniseftirlitið hefur fallist á að veita undanþágu til stofnunar og reksturs sameiginlegs seðlavers gegn tilteknum skilyrðum. Hafa samrekstraraðilarnir, Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn, skuldbundið sig til að fara að skilyrðunum sem fram koma í meðfylgjandi sátt Samkeppniseftirlitsins og bankanna. Starfsemi seðlavers felst í megindráttum í því að taka við seðlum og mynt frá útibúum, hraðbönkum og öðrum starfsstöðvum viðskiptabanka og sparisjóða, telja og skrá reiðufé, varðveita það, dreifa því til…