skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]
Undanþága fyrir sameiginlegu seðlaveri

Undanþága fyrir sameiginlegu seðlaveri

  • 6. desember, 2017

Samkeppniseftirlitið hefur fallist á að veita undanþágu til stofnunar og reksturs sameiginlegs seðlavers gegn tilteknum skilyrðum. Hafa samrekstraraðilarnir, Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn, skuldbundið sig til að fara að skilyrðunum sem fram koma í meðfylgjandi sátt Samkeppniseftirlitsins og bankanna.  Starfsemi seðlavers felst í megindráttum í því að taka við seðlum og mynt frá útibúum, hraðbönkum og öðrum starfsstöðvum viðskiptabanka og sparisjóða, telja og skrá reiðufé, varðveita það, dreifa því til…

Lesa meira

Matsgerð staðfestir forsendubrest

  • 4. desember, 2017

Lífeyrissjóður bankamanna (Hlutfallsdeild) hefur orðið af að minnsta kosti 3 milljörðum króna vegna uppgjörs árið 1997 sé miðað við raunþróun forsendna sem lágu uppgjörinu til grundvallar. Dómkvaddur matsmaður hefur skilað matsgerð um greiðslur aðildarfélaga Eftirlaunasjóðs starfsmanna Landsbankans og Seðlabankans (nú Lífeyrissjóðs bankamanna) vegna samkomulags frá árinu 1997 um uppgjör ábyrgðar þeirra á skuldbindingum lífeyrissjóðsins, sem gert var vegna fyrirhugaðrar hlutafjárvæðingar ríkisbankanna. Niðurstaða matsmanns er að sá mismunur á uppgjöri á…

Lesa meira
Desemberuppbót

Desemberuppbót

  • 20. nóvember, 2017

Desemberuppbót miðað við fullt starf árið 2017 er kr. 86.000,- og skal greiða hana eigi síðar en 15. desember.  Allir félagsmenn á fyrirframgreiddum launum fá desemberuppbótina greidda með launum 1. desember 2017. Fullt ársstarf telst í þessu sambandi 45 unnar vikur eða meira fyrir utan orlof. Uppbótin greiðist eigi síðar en 15. desember ár hvert, miðað við starfshlutfall og starfstíma, öllum starfsmönnum sem verið hafa samfellt í starfi í 12…

Lesa meira
Breytt landslag í séreignarsparnaði

Breytt landslag í séreignarsparnaði

  • 16. nóvember, 2017

Á vef Almenna lífeyrissjóðsins má finna fræðslugrein um breytt landslag í séreignarsparnaði. Á formanna- og trúnaðaramannafundi SSF í síðustu viku flutti Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins, áhugavert erindi sem fjallaði að mestu um sama efni. Greinin er ítarleg og fjallar um kosti og galla séreignarsparnaðar,  mismuninn á viðbótarlífeyrissparnaði, lágmarksséreign, tilgreindri eða bundinni séreign, og hvað þarf að hafa í huga og hvað á að velja? Við hverjum alla til að…

Lesa meira
Banka­kon­ur gáfu 1,6 millj­ón­ir

Banka­kon­ur gáfu 1,6 millj­ón­ir

  • 10. nóvember, 2017

Fréttin er fengin af mbl.is. Það var kátt á hjalla í Ari­on banka þegar kven­pen­ing­ur­inn í bank­an­um hélt konu­kvöld með það mark­mið að safna pen­ing­um fyr­ir kvenna­deild­ir Land­spít­al­ans. Á dag­skrá konu­kvölds­ins var tísku­sýn­ing, góðgerðar­happ­drætti, söng­ur og tónlist en fjöldi fyr­ir­tækja aðstoðaði við fram­kvæmd kvölds­ins, meðal ann­ars með vinn­ing­um fyr­ir happ­drættið. Alls safnaðist ein millj­ón og sex hundruð þúsund krón­ur sem renna óskipt­ar til kvenna­deild­anna. Rakel Ótt­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri upp­lýs­inga­tækni­sviðs Ari­on banka,…

Lesa meira
Skrifstofa SSF lokuð

Skrifstofa SSF lokuð

  • 6. nóvember, 2017

Skrifstofa SSF verður lokuð dagana 7. og 8. nóvember vegna sameiginlegs formanna- og trúnaðarmannafundar. Hægt er að hafa samband við skrifstofuna með því að senda tölvupóst á netfangið [email protected]. Ef málið þolir ekki bið er hægt að hafa samband við Hilmar í síma 8686988.

Lesa meira

Veikindaréttur

  • 24. október, 2017

Ef starfsmaður veikist og getur af þeim sökum ekki sótt vinnu skal hann þegar tilkynna það yfirmanni sínum og verður þá ákveðið hvort læknisvottorðs skuli krafist. Lágmarks veikindaréttur fastráðinna starfsmanna er 3 mánuðir á fullum launum og þar á eftir 3 mánuðir á hálfum launum.  Athugið að við 10, 15 og 20 ára starfsaldur lengist veikindarétturinn (starfsaldur þar sem greitt hefur verið félagsgjald til SSF), sjá nánar í kjarasamningi SSF.…

Lesa meira
Þú átt rétt á launaviðtali

Þú átt rétt á launaviðtali

  • 16. október, 2017

  Félagsmenn SSF eigi rétt á viðtali við yfirmann einu sinni á ári um störf sín og hugsanlega breytingu á starfskjörum. Jafnframt segir að veita eigi slíkt viðtal innan tveggja mánaða. Í launaviðtali er ekki einungis verið að semja um laun heldur einnig um vinnuframlag og mikilvægi starfsmannsins og horft til þeirra þátta er snúa að starfsumgjörð viðkomandi. Reynslan sýnir að þeir sem nýta sér viðtölin eru talsvert líklegri til…

Lesa meira
Rafrænt sögurit SSF

Rafrænt sögurit SSF

  • 8. október, 2017

Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja gaf út sögurit á síðasta ári í tilefni af 80 ára afmæli samtakanna. Ritið var prentað í takmörkuðu upplagi og er hægt að fá afhent eintak á skrifstofu SSF fyrir þá sem vilja. Nú hefur ritið verið gert aðgengilegt á rafrænu formi og má skoða það hér.

Lesa meira
Ertu á leið í nám með vinnu?

Ertu á leið í nám með vinnu?

  • 2. október, 2017

SSF styrkir félagsmenn sína til náms og endurmenntunar í gegum menntunarsjóð SSF. Markmið sjóðsins er að efla félagsmenn í starfi, gera þá að betri starfsmönnum og samkeppnishæfari á vinnumarkaði. Einnig styrkir sjóðurinn nám sem eflir félagsmenn til þátttöku í félagsstarfi. Kynntu þér málið hér.

Lesa meira
Search