skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

Veikindaréttur

  • 24. október, 2017

Ef starfsmaður veikist og getur af þeim sökum ekki sótt vinnu skal hann þegar tilkynna það yfirmanni sínum og verður þá ákveðið hvort læknisvottorðs skuli krafist. Lágmarks veikindaréttur fastráðinna starfsmanna er 3 mánuðir á fullum launum og þar á eftir 3 mánuðir á hálfum launum.  Athugið að við 10, 15 og 20 ára starfsaldur lengist veikindarétturinn (starfsaldur þar sem greitt hefur verið félagsgjald til SSF), sjá nánar í kjarasamningi SSF.…

Lesa meira
Þú átt rétt á launaviðtali

Þú átt rétt á launaviðtali

  • 16. október, 2017

  Félagsmenn SSF eigi rétt á viðtali við yfirmann einu sinni á ári um störf sín og hugsanlega breytingu á starfskjörum. Jafnframt segir að veita eigi slíkt viðtal innan tveggja mánaða. Í launaviðtali er ekki einungis verið að semja um laun heldur einnig um vinnuframlag og mikilvægi starfsmannsins og horft til þeirra þátta er snúa að starfsumgjörð viðkomandi. Reynslan sýnir að þeir sem nýta sér viðtölin eru talsvert líklegri til…

Lesa meira
Rafrænt sögurit SSF

Rafrænt sögurit SSF

  • 8. október, 2017

Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja gaf út sögurit á síðasta ári í tilefni af 80 ára afmæli samtakanna. Ritið var prentað í takmörkuðu upplagi og er hægt að fá afhent eintak á skrifstofu SSF fyrir þá sem vilja. Nú hefur ritið verið gert aðgengilegt á rafrænu formi og má skoða það hér.

Lesa meira
Ertu á leið í nám með vinnu?

Ertu á leið í nám með vinnu?

  • 2. október, 2017

SSF styrkir félagsmenn sína til náms og endurmenntunar í gegum menntunarsjóð SSF. Markmið sjóðsins er að efla félagsmenn í starfi, gera þá að betri starfsmönnum og samkeppnishæfari á vinnumarkaði. Einnig styrkir sjóðurinn nám sem eflir félagsmenn til þátttöku í félagsstarfi. Kynntu þér málið hér.

Lesa meira
Átt þú rétt á aðstoð?

Átt þú rétt á aðstoð?

  • 27. september, 2017

Hefur þú þurft að fara í fyrirbyggjandi skoðanir og/eða meðferðir? Styrktarsjóður SSF styrkir margvíslegar skoðanir, meðferðir, þjálfun og annað vegna heilsufars. Jafnframt kemur sjóðurinn til móts við þá sem hafa orðið fyrir tekjumissi vegna sjúkdóma eða slysa. Sjóðurinn er fjármagnaður með samningsbundnu framlagi atvinnurekenda sem er ákveðið í kjarasamningi félagsmanna á hverjum tíma. Kynntu þér hvaða styrkir eru í boði og úthlutunarreglurnar hér.

Lesa meira
Arion banki opnar aftur í Kringlunni

Arion banki opnar aftur í Kringlunni

  • 22. september, 2017

Útibú Arion banka í Kringlunni opnaði á nýjan leik í morgun, fimmtudaginn 21. september, eftir gagngerar breytingar. Endurnýjað útibú Arion banka er það fyrsta sinnar tegundar hér á landi og verður útlit útibúsins og þjónusta með nýju sniði. Markmiðið með breytingunum er að bjóða viðskiptavinum enn þægilegri bankaþjónustu. Stór þáttur í því er nýr afgreiðslutími en útibúið verður opið alla daga vikunnar á sama tíma og verslanir í Kringlunni. Ekkert…

Lesa meira
Sigurður Guðmundsson opnar sýningu í Arion

Sigurður Guðmundsson opnar sýningu í Arion

  • 16. september, 2017

  Einn kunnasti listamaður Íslands, Sigurður Guðmundsson, opnar listasýningu í höfuðstöðvum Arion banka, Borgurtúni 19, laugardaginn 23. september klukkan 13:30. Á sýningunni verður farið yfir feril Sigurðar, allt frá verkum af fyrstu sýningu hans á sjöunda áratugnum til dagsins í dag. Ferill Sigurðar spannar um 40 ár en hann hefur haldið ótal sýningar um allan heim.            

Lesa meira
Ráðstefna um ferðaþjónustu á Íslandi

Ráðstefna um ferðaþjónustu á Íslandi

  • 13. september, 2017

Landsbankinn efnir til haustráðstefnu um stöðu og framtíðarhorfur ferðaþjónustu á Íslandi undir yfirskriftinni Vöxtur í leit að jafnvægi. Ráðstefnan verður haldin í Silfurbergi Hörpu þriðjudaginn 26. september kl. 8.30-11.00. Frá árinu 2010 hafa um sjö milljónir ferðamanna heimsótt Ísland og heildargjaldeyristekjur ferðaþjónustunnar nema um 2.000 milljörðum króna. Mikilvægi ferðaþjónustunnar er óumdeilt en hvert stefnir greinin og hvað er framundan? Þetta ásamt nýrri greiningu Hagfræðideildar Landsbankans eru viðfangsefni ráðstefnunnar og búast…

Lesa meira
Plastlaus september

Plastlaus september

  • 9. september, 2017

SSF tekur þátt í árverkniátakinu Plastlaus september. Átakið er ætlað að vekja fólk til umhugsunar um ofgnótt og skaðsemi plasts í umhverfinu og benda á leiðir til að draga úr notkun á einnota plasti. SSF hvetur félagsmenn sína og aðra til að taka þátt í Plastlausum september, og vonar að þátttaka í átakinu leiði til minni plastnotkunar til frambúðar. Nýlega senda SSF öllum sínum félagsmönnum margnota innkaupapoka til að auðvelda…

Lesa meira
SSF gefur margnota innkaupapoka

SSF gefur margnota innkaupapoka

  • 25. ágúst, 2017

Stjórn SSF ákvað í lok 80 ára afmælisársins að gefa félagsmönnum sínum margnota innkaupapoka. Vill stjórnin með þessu vekja félagsmenn sína til umhugsunar um þá miklu plastnotkun sem er í heiminum í dag og hversu mikið hagsmunamál það er að draga úr allri plastnotkun. Margnota pokar til innkaupa eru mikilvægt skref í þá átt að draga úr notkun plastpoka og leggja því umhverfisvernd lið. Hver félagsmaður fær tvo poka að…

Lesa meira
Search