skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]
Harðar deilur í Eistlandi

Harðar deilur í Eistlandi

  • 15. maí, 2017

SSF hefur borist beiðni frá UNI Europa Finance vegna ástands kjarasamningaviðræðna bankastarfsmanna í Eistlandi. UNI eru alþjóðleg samtök stéttarfélaga með höfuðstöðvar í Sviss en undir samtökin falla yfir 20 milljónir starfsmanna í rúmlega 900 stéttarfélögum. UNI er skipt niður í ýmsa geira og einn þeirra er fjármálageirinn. Einnig eru svæðisdeildir innan UNI, t.d. Evrópudeild. Uni Europa Finance er því svæðisdeild Evrópu innan UNI og heyrir undir fjármálageirann. Félagar okkar í…

Lesa meira
Kynningarbæklingur SSF

Kynningarbæklingur SSF

  • 9. maí, 2017

SSF hefur gefið út kynningarbækling. Bæklingnum er ætlað að kynna félagið fyrir félagsmönnum, núverandi og verðandi, sem og öðrum. Í bæklingnum er stiklað á stóru um félagið, réttindi félagsmanna SSF, aðgengi að sjóðum og hlutverki þeirra og fleira. Skoðaðu bæklinginn hér. 

Lesa meira
Orlofsuppbót 1. júní 2017

Orlofsuppbót 1. júní 2017

  • 8. maí, 2017

Samkvæmt grein 1.6.2. í Kjarasamningi SSF og SA eiga starfsmenn að fá orlofsuppbót greidda þann 1. júní 2017. Orlofsuppbótin er kr. 46.500,- fyrir fullt starf á nýliðnu orlofsári frá 1. maí 2016 til 30. apríl 2017. Fullt ársstarf telst í þessu sambandi 45 unnar vikur eða meira fyrir utan orlof. Uppbótin greiðist þann 1. júní miðað við starfshlutall og starfstíma á orlofsárinu, öllum starfsmönnum sem verið hafa samfellt í starfi…

Lesa meira
Danir semja

Danir semja

  • 1. maí, 2017

Viðskiptafréttir Berlingske/Michael Korsgaard Nielsen/ 20. apríl 2017 Samtök atvinnurekanda í Danmörku (DA) og danska starfsgreinasambandið (LO) hafa komist að samkomulagi um nýjan heildarkjarasamning fyrir um hálfa milljón launþega sem vinna í einkageiranum. Launahækkunin nemur sjö prósentum yfir næstu þrjú ár. 57,2% af félagsmönnum greiddu atkvæði með samningnum. Eitt af þeim atriðum í nýju kjarasamningunum sem nokkur aðildarfélög LO áttu erfitt með að sætta sig við er ákvæðið um rýmri vinnuviku.…

Lesa meira
Söfn varðveita muni vélafsafns Landsbankans

Söfn varðveita muni vélafsafns Landsbankans

  • 24. apríl, 2017

Fjögur íslensk söfn munu varðveita alls 42 muni úr vélasafni Landsbankans. Öldungadeild Skýrslutæknifélags Íslands mun varðveita 9 gripi til viðbótar og Landsbankinn mun sjálfur varðveita 22 gripi. Söfnin sem fá gripina til varðveislu eru Borgarsögusafn Reykjavíkur, Byggðasafn Vestfjarða, Skógasafn og Tækniminjasafn Austurlands. Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, afhenti í gær Guðbrandi Benediktssyni, safnstjóra Borgarsögusafns Reykjavíkur, National-peningakassa sem var fluttur til landsins árið 1907 fyrir Sápuhúsið í Austurstræti en kassinn er…

Lesa meira
Virkjum áfram “gráa gullið”

Virkjum áfram “gráa gullið”

  • 21. apríl, 2017

Leiðari Friðbert Traustasonar, formanns SSF, í síðasta tölublaði SSF blaðsins hefur vakið athygli. Í leiðaranum fjallar hann um mikilvægi þess að tryggja eldri starfsmönnum áframhaldandi starf og endurmenntun meðan starfsþrek leyfir. Fjallað er um leiðarann á heimasíðunni, lifdununa.is. Leiðari 1. tbl. SSF blaðsins 2017: Virkjum áfram “gráa gullið” Það er stundum eins og tíminn standi í stað og mikilvæg málefni, sem í orði krefjast athafna, stranda í orðinu og komast…

Lesa meira
Keilumót SSF 2017

Keilumót SSF 2017

  • 19. apríl, 2017

  SSF mótið í keilu fer fram dagana 15. og 17. maí næstkomandi í Keiluhöllinni í Egilshöll klukkan 18:00.  Mótið verður með sama sniði og undanfarin ár, þ.e. spilaðar verða fimm umferðir skv. MONRAD-kerfi þar sem mismunur á skori liðanna ræður stigagjöf. Keppt verður í 4ra manna liðum í karla- og kvennaflokki. Blönduð lið geta keppt í karlaflokki. Fyrra keppniskvöldið verða leiknir þrír leikir og tveir leikir síðara kvöldið ásamt…

Lesa meira
Kjarasamningsbundnar hækkanir 1.maí

Kjarasamningsbundnar hækkanir 1.maí

  • 18. apríl, 2017

Vakin er athygli á því að þann 1.maí næstkomandi hækka laun og launatengdir liðir um 5,0%. Kauptaxtar kjarasamnings taka sömu hækkun. Jafnframt hækkar orlofsuppbótin þann 1. maí og þann 1. júní nk. greiðast kr. 46.500 í orlofsuppbót. Þann 1. maí hækkar jafnframt framlag fjármálafyrirtækja í styrktarsjóð SSF úr 0,5% af grunnlaunum í 0,7% en iðgjöld í styrktarsjóð koma alfarið frá atvinnurekendum. Kjarasamningur SSF.

Lesa meira
Erum við forystuþjóð?

Erum við forystuþjóð?

  • 16. apríl, 2017

Hverju hafa kynjakvótar skilað? Er kynbundinn launamunur? Hvers vegna eru ekki fleiri konur sem fara með fé á Íslandi? Hefur barátta síðustu ára valdið því að ungir karlmenn hafa dregist aftur úr? Þann 9. apríl var haldinn áhugaverður fundur Íslandsbanka og Samtaka atvinnulífsins á Hilton Reykjavík Nordica þar sem ofangreindum spurningum var svarað. Hægt er að horfa á umræðurnar á myndbandinu hér að neðan. https://www.youtube.com/watch?v=utG9lNVVKxU

Lesa meira
Laus staða: Yfirmaður Evrópusambandsmála NFU

Laus staða: Yfirmaður Evrópusambandsmála NFU

  • 8. apríl, 2017

Norræn samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja (NFU) auglýsa: NFU - Norræn samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja leita að yfirmanni Evrópusambandsmála til að ganga til liðs við teymið okkar í Stokkhólmi. Staðan er tímabundin frá 7. ágúst 2017 til 29. júní 2018. Yfirmaður Evrópusambandsmála er ábyrgur fyrir verkefnum NFU sem tengjast ESB. Viðkomandi þarf að búa yfir góðri málfærni og skriffærni og vera staðfastur í því að inna af hendi fyrsta flokks vinnu. Hann eða…

Lesa meira
Search