skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

„Hvenær kemur slökkviliðsmaðurinn?“

  • 9. mars, 2017

Konur sem eiga það sameiginlegt að vinna á vinnustöðum þar sem karlar eru í miklum meirihluta voru í sviðsljósinu á hádegisverðarfundi á Grand Hotel sem haldinn var í gær, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Að fundinum stóðu Alþýðusamband Íslands, Bandalag háskólamanna, BSRB, Jafnréttisstofa, Kvenréttindafélag Íslands) og Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja. Ein af þeim sem sagði frá sinni upplifun var Birna Björnsdóttir, sem um talsvert skeið var eina konan í stöðu slökkviliðs- og…

Lesa meira
Opið vinnurými: frábært eða fjandsamlegt?

Opið vinnurými: frábært eða fjandsamlegt?

  • 7. mars, 2017

Eftir Søren Dalager Mörg fyrirtæki hafa valið opið vinnurými í þeirri von að skapa vinnuumhverfi og fyrirtækjamenningu þar sem sveiganleiki, þekkingarmiðlun og samvinna eru ríkjandi. En er það raunin þegar til kastanna kemur? Það getur verið erfitt að einbeita sér í opnu vinnurými þegar starfsfélagar hamra á lyklaborðið, spjalla saman milli borða eða síminn í söludeildinni hringir án afláts. Árið 2014 gerði Analyse Danmark könnun á opnu vinnurými fyrir vikublaðið…

Lesa meira
Kjarasamningum ekki sagt upp

Kjarasamningum ekki sagt upp

  • 1. mars, 2017

Niðurstaða forsendunefndar á almennum vinnumarkaði vegna endurskoðunar kjarasamninga er að tvær af þremur forendum standast en ein gerir það ekki.  Sú snýst um launaþróun annarra hópa.  Samningum verður ekki sagt upp að þessu sinni. Forsendurnar sem voru til skoðunar eru þessar: 1.       Fjármögnun stjórnvalda á stofnframlögum ríkisins til 2.300 almennra íbúða á árunum 2016-2019 eða að hámarki 600 á ári. 2.       Mat á því hvort sú launastefna og þær launahækkanir…

Lesa meira
Öll störf eru kvennastörf

Öll störf eru kvennastörf

  • 24. febrúar, 2017

Við hvetjum félagsmenn og aðra til að fjölmenna á fróðlegan hádegisverðarfundur á Grand Hótel Reykjavík í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna þann 8. mars 2017 kl. 11.45-13.00. Þátttakendur: - Auður Magnúsdóttir, formaður Samtaka kvenna í vísindum - Ágústa Sveinsdóttir, fulltrúi átaksins #kvennastarf - Birna Björnsdóttir, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður - Eva Björk Sigurjónsdóttir, fulltrúi Félags kvenna í karllægum iðngreinum - Eyrún Eyþórsdóttir, lögreglumaður - Lára Rúnarsdóttir, formaður Félags kvenna í tónlist…

Lesa meira
RB í samstarf um að efla hlut kvenna í tæknigeiranum

RB í samstarf um að efla hlut kvenna í tæknigeiranum

  • 13. febrúar, 2017

Gengið hefur verið frá samkomulagi um að RB gerist velunnari Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA, en hlutverk félagsins er að efla tengslanet og styðja kvenleiðtoga til að sækja fram og sameina þá. Hlutverk velunnara gengur í megin atriðum út á að styðja við starf FKA og þannig við öflugt hreyfiafl í íslensku atvinnulífi þar sem lögð er áhersla á jafnvægi og samfélagslega ábyrgð. Velunnarar styðja sína kvenstjórnendur til að sækja…

Lesa meira
Man fyrsta vinnudaginn eins og hann hefði verið í gær

Man fyrsta vinnudaginn eins og hann hefði verið í gær

  • 3. febrúar, 2017

SSF blaðið ræddi við Hildi Högnadóttur sem nýlega lét af störfum eftir tæplega 53 ár í fjármálageiranum. Hún segir vinnuna í bankanum hafa breyst mikið á þessum tíma en eitt hafi þó ávallt verið eins og það er sé gott samstarfsfólk. „Ég er fædd í Hátúni í Reykjavík 9. desember 1946, þriðja af fjórum systkinum. Foreldrar mínir komu frá Akureyri og Ísafirði en við fluttum í lítið hús á Kársnesi í Kópavogi…

Lesa meira
Fékk skilorðsbundin dóm fyrir líflátshótun

Fékk skilorðsbundin dóm fyrir líflátshótun

  • 25. janúar, 2017

Karlmaður var í síðustu viku sakfelldur í héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir hótanir í garð bankastarfsmanna, þar sem hann hótaði þeim lífláti og líkamsmeiðingum. Hann var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi sem er skilorðsbundið til tveggja ára. Maðurinn hringdi inn í banka, sem er ekki tilgreindur í dómnum, á þriðjudegi á síðasta ári og hótaði að ráðast á eða drepa starfsmenn bankans, bæði þann sem svaraði í símann og aðra. „Næst…

Lesa meira
Hver er besta leiðin áfram?

Hver er besta leiðin áfram?

  • 25. janúar, 2017

Hverjar eru skoðanir starfsmanna fjármálafyrirtækja í breyttum heimi? Við sem störfum í fjármálafyrirtæjum munum tímana tvenna (eða þrenna eða ferna?). Við vorum best í heimi, féllum og byrjuðum upp á nýtt. Við höfum reyndar búið við einangrun innan fjármagnshafta, en þó hefur ýmislegt gengið á og margt á eftir að gerast. Í pólitíkinni er mikið talað um endurskipulagningu á fjármálakerfinu og staðan verður vægast sagt undarleg fari svo að ríkissjóður…

Lesa meira
Lífeyrisréttindi félagsmanna SSF í áratugi (1929-2016)

Lífeyrisréttindi félagsmanna SSF í áratugi (1929-2016)

  • 11. janúar, 2017

Lífeyrissjóður bankamanna (áður ESL) var stofnaður 1. janúar 1929 og er því meðal elstu tryggingasjóða landsmanna. Fyrstu drög að stofnun sjóðsins eru í lögum um Landsbanka Íslands frá árinu 1919 og er hann þar nefndur Styrktarsjóður. Saga lífeyrisréttinda nær því yfir 87 ár og lífeyrisréttindi starfsmanna bankanna, og síðar fyrirtækja í eigu bankanna, voru löngu tryggð áður en svokallaðir „almennir lífeyrissjóðir“ voru stofnaðir með kjarasamningum á árunum 1968-1970. Starfsmenn Búnaðarbanka…

Lesa meira
Frakkar lausir við tölvupóst utan vinnutíma

Frakkar lausir við tölvupóst utan vinnutíma

  • 4. janúar, 2017

Samkvæmt nýrri vinnulöggjöf eiga Frakkar nú fullan rétt á að hunsa vinnutengdan tölvupóst sem berst þeim utan vinnutíma. Ætlunin með löggjöfinni er að tryggja jafnvægi milli vinnutíma og einkalífs. Frönsk stéttarfélög hafa lengi barist fyrir ákvæði sem þessu þar sem tölvur og snjalltæki hafa leitt til mikillar aukavinnu utan hefðbundins vinnutíma. Sjá nánar: Frétt CNN

Lesa meira
Search