„Hvenær kemur slökkviliðsmaðurinn?“
Konur sem eiga það sameiginlegt að vinna á vinnustöðum þar sem karlar eru í miklum meirihluta voru í sviðsljósinu á hádegisverðarfundi á Grand Hotel sem haldinn var í gær, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Að fundinum stóðu Alþýðusamband Íslands, Bandalag háskólamanna, BSRB, Jafnréttisstofa, Kvenréttindafélag Íslands) og Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja. Ein af þeim sem sagði frá sinni upplifun var Birna Björnsdóttir, sem um talsvert skeið var eina konan í stöðu slökkviliðs- og…