skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]
Hver er besta leiðin áfram?

Hver er besta leiðin áfram?

  • 25. janúar, 2017

Hverjar eru skoðanir starfsmanna fjármálafyrirtækja í breyttum heimi? Við sem störfum í fjármálafyrirtæjum munum tímana tvenna (eða þrenna eða ferna?). Við vorum best í heimi, féllum og byrjuðum upp á nýtt. Við höfum reyndar búið við einangrun innan fjármagnshafta, en þó hefur ýmislegt gengið á og margt á eftir að gerast. Í pólitíkinni er mikið talað um endurskipulagningu á fjármálakerfinu og staðan verður vægast sagt undarleg fari svo að ríkissjóður…

Lesa meira
Lífeyrisréttindi félagsmanna SSF í áratugi (1929-2016)

Lífeyrisréttindi félagsmanna SSF í áratugi (1929-2016)

  • 11. janúar, 2017

Lífeyrissjóður bankamanna (áður ESL) var stofnaður 1. janúar 1929 og er því meðal elstu tryggingasjóða landsmanna. Fyrstu drög að stofnun sjóðsins eru í lögum um Landsbanka Íslands frá árinu 1919 og er hann þar nefndur Styrktarsjóður. Saga lífeyrisréttinda nær því yfir 87 ár og lífeyrisréttindi starfsmanna bankanna, og síðar fyrirtækja í eigu bankanna, voru löngu tryggð áður en svokallaðir „almennir lífeyrissjóðir“ voru stofnaðir með kjarasamningum á árunum 1968-1970. Starfsmenn Búnaðarbanka…

Lesa meira
Frakkar lausir við tölvupóst utan vinnutíma

Frakkar lausir við tölvupóst utan vinnutíma

  • 4. janúar, 2017

Samkvæmt nýrri vinnulöggjöf eiga Frakkar nú fullan rétt á að hunsa vinnutengdan tölvupóst sem berst þeim utan vinnutíma. Ætlunin með löggjöfinni er að tryggja jafnvægi milli vinnutíma og einkalífs. Frönsk stéttarfélög hafa lengi barist fyrir ákvæði sem þessu þar sem tölvur og snjalltæki hafa leitt til mikillar aukavinnu utan hefðbundins vinnutíma. Sjá nánar: Frétt CNN

Lesa meira
Nú má ekki sofna á verðinum

Nú má ekki sofna á verðinum

  • 2. janúar, 2017

Harpa Jónsdóttir er nýlegan tekin við starfi framkvæmdastjóra fjármálastöðugleika í Seðlabankanum.  „Ég er 46 ára gömul, alin upp á Seltjarnarnesi. Leiðin lá í Verzlunarskóla Íslands og þaðan í Háskóla Íslands en þar lauk ég BS-prófi í stærðfræði. Ég lauk síðan MS-prófi og Ph.D. í verkfræði frá Tækniháskólanum í Danmörku. Ég hef unnið á fjármálamarkaðnum frá árinu 2007 og í Seðlabankanum frá 2009, lengst af sem aðstoðarframkvæmdastjóri og nú sem framkvæmdastjóri.”…

Lesa meira
Landsbankinn hlýtur gullmerki Jafnlaunaúttektar PwC í annað sinn

Landsbankinn hlýtur gullmerki Jafnlaunaúttektar PwC í annað sinn

  • 30. desember, 2016

Landsbankinn hefur hlotið gullmerki Jafnlaunaúttektar PwC í annað sinn. Bankinn hlaut gullmerkið einnig árið 2015, fyrstur banka á Íslandi. Gullmerki Jafnlaunaúttektar PwC veitist fyrirtækjum þar sem launamunur kynja er innan við 3,5%. Með viðurkenningunni er því staðfest að launamunur kynja hjá Landsbankanum er innan þeirra marka. Hreiðar Bjarnason, staðgengill bankastjóra, segir: „Í Landsbankanum er unnið eftir skýrri og metnaðarfullri jafnréttistefnu. Að fá gullmerki Jafnlaunavottunar PwC, annað árið í röð, er…

Lesa meira
Jólakveðja

Jólakveðja

  • 22. desember, 2016

SSF sendir félagsmönnum hugheilar hátíðarkveðjur með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.

Lesa meira
Nýtt útibú Íslandsbanka í Norðurturni

Nýtt útibú Íslandsbanka í Norðurturni

  • 13. desember, 2016

Útibúið í Norðurturni verður eitt af stærstu útibúum Íslandsbanka og er staðsett miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu, nálægt verslunarkjarna, einstaklings- og atvinnubyggð. Næg bílastæði eru við útibúið og aðgengi gott. Lilja Pálsdóttir er útibússtjóri hins nýja útibús í Norðurturni, Kári Tryggvason er viðskiptastjóri einstaklinga og Karl Sólnes Jónsson er viðskiptastjóri fyrirtækja. Nýtt og sameinað útibú verður öflug fjármálamiðstöð sem mun bjóða upp á vandaða fjármálaráðgjöf fyrir viðskiptavini bankans. Öll hönnun og virkni…

Lesa meira
RB hlýtur Gullmerki Jafnlaunaúttektar PwC

RB hlýtur Gullmerki Jafnlaunaúttektar PwC

  • 7. desember, 2016

RB hefur hlotið Gullmerki Jafnlaunaúttektar PwC, en með því er staðfest að munur á grunn- og heildarlaunum karla og kvenna er minni en 3,5% hjá fyrirtækinu. Í úttektinni var tekið tillit til áhrifa aldurs, starfsaldurs, fagaldurs, menntunar, starfshóps, stöðu gagnvart jafningjum, hæfniviðmiðs, stöðu í skipuriti og mannaforráða. Niðurstaðan er í takt við jafnréttisstefnu fyrirtækisins þar sem meðal annars er lögð áhersla á jafnrétti kynjanna í samræmi við lög um jafna…

Lesa meira
67 ára reglan?

67 ára reglan?

  • 5. desember, 2016

Að undanförnu höfum við hlustað á ráðamenn þjóðarinnar á Alþingi, á vinnumarkaði og í stjórnum lífeyrissjóða, úttala sig um nauðsyn þess að hækka lífeyristökualdur.  Áætlun er um að hækka ,,viðmiðunaraldur“ til töku lífeyris frá Tryggingastofnun ríkisins og lífeyrissjóðum úr 67 árum í 70 ár í áföngum á næstu 12-24 árum.  Svokallaðir aðilar vinnumarkaðarins höfðu sæst á að þetta ferli tæki 24 ár en síðasta ríkisstjórn lagði fram frumvarp um 12…

Lesa meira
SSF blaðið er komið út

SSF blaðið er komið út

  • 2. desember, 2016

Nýjasta tölublað Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja er komið út. Forsíðuviðtal blaðsins er við Hildi Högnadóttur sem lét nýlega af störfum eftir tæplega 53 ár í fjármálageiranum. Hún segir vinnuna í bankanum hafa breyst mikið en eitt hafi þó ávallt verið eins og það sé gott samstarfsfólk. Í blaðinu er auk þess fjallað um mikilvægi þess að starfsaldur sé rétt skráður, mótframlag vinnuveitanda í fæðingarorlofi, nýja viðbót við kjarasamning og sögu lífeyrisréttinda félagsmanna…

Lesa meira
Search