skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]
Landsbankinn hlýtur gullmerki Jafnlaunaúttektar PwC í annað sinn

Landsbankinn hlýtur gullmerki Jafnlaunaúttektar PwC í annað sinn

  • 30. desember, 2016

Landsbankinn hefur hlotið gullmerki Jafnlaunaúttektar PwC í annað sinn. Bankinn hlaut gullmerkið einnig árið 2015, fyrstur banka á Íslandi. Gullmerki Jafnlaunaúttektar PwC veitist fyrirtækjum þar sem launamunur kynja er innan við 3,5%. Með viðurkenningunni er því staðfest að launamunur kynja hjá Landsbankanum er innan þeirra marka. Hreiðar Bjarnason, staðgengill bankastjóra, segir: „Í Landsbankanum er unnið eftir skýrri og metnaðarfullri jafnréttistefnu. Að fá gullmerki Jafnlaunavottunar PwC, annað árið í röð, er…

Lesa meira
Jólakveðja

Jólakveðja

  • 22. desember, 2016

SSF sendir félagsmönnum hugheilar hátíðarkveðjur með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.

Lesa meira
Nýtt útibú Íslandsbanka í Norðurturni

Nýtt útibú Íslandsbanka í Norðurturni

  • 13. desember, 2016

Útibúið í Norðurturni verður eitt af stærstu útibúum Íslandsbanka og er staðsett miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu, nálægt verslunarkjarna, einstaklings- og atvinnubyggð. Næg bílastæði eru við útibúið og aðgengi gott. Lilja Pálsdóttir er útibússtjóri hins nýja útibús í Norðurturni, Kári Tryggvason er viðskiptastjóri einstaklinga og Karl Sólnes Jónsson er viðskiptastjóri fyrirtækja. Nýtt og sameinað útibú verður öflug fjármálamiðstöð sem mun bjóða upp á vandaða fjármálaráðgjöf fyrir viðskiptavini bankans. Öll hönnun og virkni…

Lesa meira
RB hlýtur Gullmerki Jafnlaunaúttektar PwC

RB hlýtur Gullmerki Jafnlaunaúttektar PwC

  • 7. desember, 2016

RB hefur hlotið Gullmerki Jafnlaunaúttektar PwC, en með því er staðfest að munur á grunn- og heildarlaunum karla og kvenna er minni en 3,5% hjá fyrirtækinu. Í úttektinni var tekið tillit til áhrifa aldurs, starfsaldurs, fagaldurs, menntunar, starfshóps, stöðu gagnvart jafningjum, hæfniviðmiðs, stöðu í skipuriti og mannaforráða. Niðurstaðan er í takt við jafnréttisstefnu fyrirtækisins þar sem meðal annars er lögð áhersla á jafnrétti kynjanna í samræmi við lög um jafna…

Lesa meira
67 ára reglan?

67 ára reglan?

  • 5. desember, 2016

Að undanförnu höfum við hlustað á ráðamenn þjóðarinnar á Alþingi, á vinnumarkaði og í stjórnum lífeyrissjóða, úttala sig um nauðsyn þess að hækka lífeyristökualdur.  Áætlun er um að hækka ,,viðmiðunaraldur“ til töku lífeyris frá Tryggingastofnun ríkisins og lífeyrissjóðum úr 67 árum í 70 ár í áföngum á næstu 12-24 árum.  Svokallaðir aðilar vinnumarkaðarins höfðu sæst á að þetta ferli tæki 24 ár en síðasta ríkisstjórn lagði fram frumvarp um 12…

Lesa meira
SSF blaðið er komið út

SSF blaðið er komið út

  • 2. desember, 2016

Nýjasta tölublað Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja er komið út. Forsíðuviðtal blaðsins er við Hildi Högnadóttur sem lét nýlega af störfum eftir tæplega 53 ár í fjármálageiranum. Hún segir vinnuna í bankanum hafa breyst mikið en eitt hafi þó ávallt verið eins og það sé gott samstarfsfólk. Í blaðinu er auk þess fjallað um mikilvægi þess að starfsaldur sé rétt skráður, mótframlag vinnuveitanda í fæðingarorlofi, nýja viðbót við kjarasamning og sögu lífeyrisréttinda félagsmanna…

Lesa meira
Ráðstefna um MiFID II í Hörpu

Ráðstefna um MiFID II í Hörpu

  • 23. nóvember, 2016

Alþjóðlega fjármálakreppan 2008 leiddi í ljós bresti í virkni og gagnsæi fjármálamarkaða. Samdóma álit alþjóðastofnana er að veikleikar í stjórnarháttum fjölda fjármálafyrirtækja, meðal annars skortur á öryggisventlum (e. checks and balances), hafi verið einn af þeim þáttum sem hrundu fjármálakreppunni af stað. Í því skyni að auka skilvirkni, viðnámsþrótt og gagnsæi fjármálamarkaða hefur Evrópusambandið (ESB) samþykkt nýja tilskipun, MiFID II, sem taka á gildi í janúar 2018. MiFID II er…

Lesa meira
Getum við aðstoðað? SFF-dagurinn 2016

Getum við aðstoðað? SFF-dagurinn 2016

  • 20. nóvember, 2016

SFF-dagurinn verður haldinn miðvikudaginn 23. nóvember. Í ár verður ráðstefnan helguð þeim miklu breytingum sem hafa orðið á neytendavernd á fjármálamarkaði á undanförnum árum og fjallað verður um þær áskoranir og þau tækifæri sem fjármálafyrirtæki og viðskiptavinir þeirra standa frammi fyrir í þeim efnum. Á fundinum mun Jóna Björk Guðnadóttir, lögfræðingur SFF, fjalla um stöðu neytendaverndar á fjármálamarkaði og greina alþjóðlega og innlenda strauma í þeim efnum. Haukur Guðmundsson, formaður…

Lesa meira
Desemberuppbót 2016

Desemberuppbót 2016

  • 20. nóvember, 2016

Desemberuppbót miðað við fullt starf árið 2016 er kr. 82.000,- og skal greiða hana eigi síðar en 15. desember.  Allir félagsmenn á fyrirframgreiddum launum fá desemberuppbótina greidda með launum 1. desember 2016. Fullt ársstarf telst í þessu sambandi 45 unnar vikur eða meira fyrir utan orlof. Uppbótin greiðist eigi síðar en 15. desember ár hvert, miðað við starfshlutfall og starfstíma, öllum starfsmönnum sem verið hafa samfellt í starfi í 12…

Lesa meira
Ánægja í starfi skilar hagnaði

Ánægja í starfi skilar hagnaði

  • 8. nóvember, 2016

Ánægja í starfi skilar hagnaði – bæði fyrir starfsmanninn persónulega og í bókhaldi fyrirtækisins. Til að upplifa ánægju í starfi er þó nauðsynlegt að vinnuumhverfið sé gott og að hverjum starfsmanni líði vel, bæði andlega og líkamlega. Til að vel takist til þarf að eiga náið samstarf við vinnuveitendur. Ánægðir starfsmenn gera viðskiptavinina og samstarfsaðilana ánægðari og auka tryggð við fyrirtækið hjá bæði starfsmönnum og viðskiptavinum. Metnaður og ánægja í…

Lesa meira
Search