skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]
Viðbót við kjarasamning: Meiri launahækkun

Viðbót við kjarasamning: Meiri launahækkun

  • 24. október, 2016

Á grundvelli ákvæðis um samningsforsendur í 8. grein kjarasamnings SSF og SA frá 8. september 2015 hafa samningsaðilar, í dag 24. október, skrifað undir eftirfarandi samkomulag: Launahækkun sem átti að vera 5,5% þann 1. maí 2016 verður 6,2% og gildir frá og með 1. janúar 2016.  Þetta ákvæði hefur þegar tekið gildi. Var greitt í apríl/maí 2016. Þann 1. maí 2017 munu öll laun og launatengdir liðir hækka um 5,0%…

Lesa meira
Kvennafrí í dag

Kvennafrí í dag

  • 24. október, 2016

Konur eru hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14:38 mánudaginn 24. október og fylkja liði á samstöðufund á Austurvelli, kl. 15:15 undir kjörorðinu Kjarajafnrétti strax! Meðalatvinnutekjur kvenna eru 70,3% af meðalatvinnutekjum karla. Konur eru því með 29,7% lægri tekjur að meðaltali. Samkvæmt því hafa konur unnið fyrir sínum launum eftir 5 klukkustundir og 38 mínútur miðað við fullan vinnudag frá kl. 9–17. Daglegum vinnuskyldum kvenna er því lokið kl. 14:38. Kvennafrí á…

Lesa meira
Átta þúsundum boðinn starfslokasamningur

Átta þúsundum boðinn starfslokasamningur

  • 13. október, 2016

Danske Bank hefur boðið um 8.000 starfsmönnum starfslokasamning. Sparnaðaráætlun bankans felur þó ekki í sér áform um að loka útibúum. Stærsti banki Danmerkur, Danske Bank, hyggst fækka í starfsliði sínu. Þetta er liður í áætlun bankans um að draga úr rekstrarkostnaði og starfsmönnum bankans var tilkynnt fyrirætlunin á mánudagsmorguninn var. Fjölmiðlafulltrúi Danske Bank, Kenni Leth, ræddi við Berlingske Business um aðdragandann að því að mörgum starfsmanna bankans hafa verið boðin…

Lesa meira
Sam­starfi Salek-hóps­ins slitið

Sam­starfi Salek-hóps­ins slitið

  • 12. október, 2016

Sam­starfi Salek-hóps­ins hef­ur verið slitið á meðan niðurstaða um jöfn­un líf­eyr­is­rétt­inda á al­menna markaðnum ligg­ur ekki fyr­ir. „Sam­komu­lagið sem menn töldu sig vera með í hönd­un­um virðist ekki al­veg aug­ljóst,“ seg­ir Bryn­dís Hlöðvers­dótt­ir rík­is­sátta­semj­ari. Hún seg­ir lík­legt að Salek-hóp­ur­inn komi sam­an á ný þegar niðurstaða um jöfn­un líf­eyr­is­rétt­inda ligg­ur fyr­ir. Deilt hef­ur verið um laga­frum­varp sem ligg­ur fyr­ir Alþingi um breyt­ing­ar á lög­um um Líf­eyr­is­sjóð starfs­manna rík­is­ins. Frétta­til­kynn­ing frá Salek-hópn­um í…

Lesa meira
Verkefnin ráða vinnuumhverfinu

Verkefnin ráða vinnuumhverfinu

  • 11. október, 2016

Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka, segir miklar breytingar fyrirhugaðar hjá bankanum nú í haust þegar hann kveður Kirkjusand og flytur höfuðstöðvar sínar í Íslandsbankaturninn í Smáralind í Kópavogi.  Í turninum munu 650 starfsmenn starfa í 8.600 fermetrum og vinnuaðstaðan verður talsvert breytt frá því sem nú er. „Við munum taka upp verkefnamiðað vinnuumhverfi í nýju höfuðstöðvunum. Hver starfsmaður mun því ekki eiga fasta vinnuaðstöðu heldur velur hann sér vinnuaðstöðu sem hentar…

Lesa meira
Upp­sagn­ir þvert á yf­ir­lýs­ing­ar bank­ans

Upp­sagn­ir þvert á yf­ir­lýs­ing­ar bank­ans

  • 5. október, 2016

Bæj­ar­ráð Fjalla­byggðar hef­ur lýst yfir áhyggj­um vegna upp­sagna 6,4 stöðugilda í úti­bú­um Ari­on banka í Fjalla­byggð. „Þess­ar upp­sagn­ir eru þvert á þær yf­ir­lýs­ing­ar sem for­svars­menn gáfu bæj­ar­ráðsfull­trú­um og bæj­ar­stjóra við yf­ir­töku Ari­on banka á Afli-Spari­sjóði á Sigluf­irði,“ seg­ir í bók­un bæj­ar­ráðs. Ari­on banki til­kynnti um upp­sagn­ir 46 starfs­manna í síðustu viku. Þar af störfuðu 27 í höfuðstöðvum bank­ans og 19 á öðrum starfs­stöðvum. Í bók­un bæj­ar­ráðs Fjalla­byggðar kem­ur fram að…

Lesa meira
Nýtt skipulag hjá RB

Nýtt skipulag hjá RB

  • 4. október, 2016

Nýtt skipulag innleitt til að fylgja eftir stefnubreytingu Nýtt skipulag mun taka gildi 1. október næstkomandi hjá RB og er það í kjölfar endurskoðaðrar stefnu félagsins, segir Friðrik Þór Snorrason, forstjóri RB. „Helstu markmiðin með nýju skipulagi er að setja aukna áherslu á þarfir viðskiptavina sem og að efla þróun og nýsköpun. Ábyrgð á tekjum og afkomu verður dreifðari og áhersla á aukna hagkvæmni og öryggi reksturs tryggt með öflugum…

Lesa meira
Hagræðing þýðir að segja upp fólki

Hagræðing þýðir að segja upp fólki

  • 29. september, 2016

Talað var við Friðbert Trausta­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka starfs­manna fjár­mála­fyr­ir­tækja, í fréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld vegna uppsagna hjá Arion banka. Þetta hefur þróast þannig hjá bönkunum, eða viðskiptahluta bankanna á Íslandi, að um einn þriðji starfsmanna hefur misst vinnuna, þar af eru um 1700 konur. Við vorum með um 6000 félagsmenn á sínum tíma en erum komnir niður fyrir 4000 núna. Hagræðing þýðir að segja upp fólki. Það virðist vera…

Lesa meira
Skelfilegar fréttir af uppsögnum hjá Arion banka

Skelfilegar fréttir af uppsögnum hjá Arion banka

  • 29. september, 2016

Í gær, miðvikudaginn 28. september, var 46 starfsmönnum sagt upp störfum hjá Arion banka. Flestir þeirra störfuðu á stærsta sviði bankans, viðskiptasviði. Ríflega 800 manns starfa hjá Arion banka, meirihlutinn konur. Friðbert Trausta­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka starfs­manna fjár­mála­fyr­ir­tækja, seg­ir þetta skelfi­leg­ar frétt­ir. „Þarna er verið að segja upp sex pró­sent af heild­ar­fjöld­an­um í einu lagi.“ Hann bend­ir á að frá banka­hrun­inu árið 2008 séu um 30% af starfs­mönn­um bank­anna bún­ir að missa vinn­una.…

Lesa meira
Hvað er SALEK og framhald kjaraviðræðna

Hvað er SALEK og framhald kjaraviðræðna

  • 28. september, 2016

Á undaförnum misserum höfum við reglulega fengið fréttir frá forystumönnum ASÍ, BSRB og SA um svokallað Salek-samkomulag. Á vef ASÍ má lesa um Salek, en þar segir m.a. að „heildarsamtökin (regnhlífarsamtökin ASÍ og BSRB) vilji stuðla að því að bæta þekkingu og vinnubrögð við undirbúning og gerð kjarasamninga“. Í yfirlýsingu aðila samkomulagsins er skýrt tekið fram að Salek er EKKI kjarasamningur, eða ígildi hans, og hvert stéttarfélag innan heildarsamtakanna hafi…

Lesa meira
Search