Gjöf til tækjakaupa
Í tilefni af 80 ára afmæli Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja árið 2015 ákvað stjórn þess að styrkja starfsemi Ljóssins með gjöf til tækjakaupa í endurhæfingar- og sjúkraþjálfunarsal Ljóssins. Jafnframt var gerður samningur milli samtakanna og Ljóssins um viðhald og endurnýjun tækja til ársins 2020. Formleg afhending tækjanna var miðvikudaginn 1. júní sl. í nýjum líkamsræktar- og endurhæfingarsal Ljóssins. Markmiðið með gjöfinni er að styðja grunnstarfsemi Ljóssins og gera endurhæfingu og sjúkraþjálfun…