skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]
Hægt gengur í samningaviðræðum

Hægt gengur í samningaviðræðum

  • 22. apríl, 2024

Nú í morgun, 22. apríl,  mættu þrír fulltrúar úr stjórn SSF samsvarandi hópi frá atvinnurekendum á vinnufundi undir stjórn Sáttasemjara í Karphúsinu. Þessir hópar munu svo vinna áfram í dag og í fyrramálið og hittast aftur eftir hádegi á þriðjudag 23. apríl. Það virðist nokkuð ljóst að samningar muni ekki nást í þessari viku, en haldið verður áfram að ræða saman af fullum krafti á næstu dögum.

Lesa meira
Athugasemd frá Íslenska lífeyrissjóðnum

Athugasemd frá Íslenska lífeyrissjóðnum

  • 18. apríl, 2024

Þann 5. apríl sl. birtist frétt hér á heimasíðunni um ávöxtun þeirra lífeyrissjóða sem félagsmenn SSF greiða aðallega í. SSF hefur borist athugasemd frá Íslenska lífeyrissjóðnum með beiðni um að hún verði birt á heimasíðu SSF, sem er sjálfsagt að verða við. Í þessu sambandi ber að taka fram að allar tölur sem birtar voru í upphaflegu í fréttinni voru teknar frá Fjármálaeftirlitinu/Seðlabankanum úr efni sem þeir aðilar birta til…

Lesa meira
Erfið staða í samningamálum

Erfið staða í samningamálum

  • 12. apríl, 2024

Samninganefnd SSF hefur nú átt þrjá samningafundi með gagnaðilum sem ekki hafa skilað nægum árangri að okkar mati. Samninganefndin horfir til þess að kostnaðarmat á öðrum samningum sem gerðir hafa verið sé í kringum 17%. Það sem okkur stendur til boða eru launahækkanir upp á kr. 23.750 eða 3,25% launahækkun nú og svo 3,5% launahækkun næstu 3 ár. Kostnaðurinn við þá breytingu er um 14,5% og við vorum að vona…

Lesa meira
Mjög mismunandi ávöxtun lífeyrissjóða

Mjög mismunandi ávöxtun lífeyrissjóða

  • 5. apríl, 2024

Ætla má að langstærstur hluti starfsfólks á samningssviði SSF greiði skyldulífeyrisframlag í fimm sjóði. Þetta eru Lífeyrissjóður bankamanna, Íslenski lífeyrissjóðurinn, Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Almenni lífeyissjóðurinn og Lífeyrissjóður verslunarmanna. Ávöxtun þessara sjóða er auðvitað misjöfn milli ára eins og gengur. Þess vegna er oft horft til meðalávöxtunar fleiri ára þegar sjóðir eru bornir saman. Samkvæmt tölum Seðlabankans hefur meðalraunávöxtun sameignardeilda sjóðanna verið mjög mismunandi á síðustu 5 og 10 árum. Þannig var…

Lesa meira
Ekki heimilt að semja sig frá ákvæðum kjarasamnings

Ekki heimilt að semja sig frá ákvæðum kjarasamnings

  • 3. apríl, 2024

Í 1. gr. laga laga nr. 55 frá 1980 kemur skýrt fram að laun og önnur starfskjör, sem aðildarsamtök vinnumarkaðarins semja um, skuli vera lágmarkskjör, óháð kyni, þjóðerni eða ráðningartíma fyrir alla launamenn í viðkomandi starfsgrein á svæði því er samningurinn tekur til. Samningar einstakra launamanna og atvinnurekenda um lakari kjör en hinir almennu kjarasamningar ákveða skuli ógildir. Þessi ákvæði laga nr. 55/1980 eru áréttuð í kafla 13.3 í kjarasamningi…

Lesa meira
ÁTT ÞÚ EFTIR SUMARFRÍSDAGA FRÁ FYRRA TÍMABILI?

ÁTT ÞÚ EFTIR SUMARFRÍSDAGA FRÁ FYRRA TÍMABILI?

  • 27. mars, 2024

Tímabilið frá 1. maí – 30. apríl er sá tími sem við ávinnum okkur orlof, svokallað “orlofsár” (grein 4.3.1).  Tímabilið 15. maí – 30. september er svo hinn hefðbundni sumarleyfistími (grein 4.4.1).   Eins og við vitum flest þá hefur skólaárið lengst talsvert sem hefur þær afleiðingar að skólafólk kemur jafnvel seint inn og fer snemma út í skólana aftur. Það getur haft þær afleiðingar að erfitt getur verið að klára…

Lesa meira
TRÚNAÐARMENN Á NÁMSKEIÐI

TRÚNAÐARMENN Á NÁMSKEIÐI

  • 20. mars, 2024

Dagana 13. og 14. mars var haldið trúnaðarmannanámskeið I-II á Hótel Hamri.  Þarna var saman kominn 29 manna hópur nýkosinna trúnaðarmanna og trúnaðarmenn sem áttu eftir að sitja þetta námskeið.   Fyrri daginn er jafnan farið í Vinnumarkaðinn, lög og samninga og SSF, sem og farið yfir hlutverk trúnaðarmannsins.  Friðbert Traustason fyrrum formaður SSF og framkvæmdastjóri fór yfir efnið af sinni alkunnu snilld og var hópurinn ánægður og mikils vísari eftir daginn. …

Lesa meira
Ari í viðtali í Mogga um stöðu samningamála

Ari í viðtali í Mogga um stöðu samningamála

  • 16. mars, 2024

Morgunblaðið var með umfjöllun um samningamálin laugardaginn 16. mars. Einn af þeim sem rætt var við var Ari Skúlason formaður SSF og fer umfjöllunin hér á eftir: Ari Skúlason, formaður SSF, segir félagið hafa fylgst með á hliðarlínunni að undanförnu og eru fulltrúar félagsins núna að skoða þá samninga sem gerðir hafa verið. „Það skiptir miklu fyrir okkur í þessu sambandi að tími hreinna krónutöluhækkana er liðinn í bili og…

Lesa meira
Séreignasparnaður starfsmanna fjármálafyrirtækja datt ekki af himnum ofan

Séreignasparnaður starfsmanna fjármálafyrirtækja datt ekki af himnum ofan

  • 12. mars, 2024

Það gleymist oft í umræðunni að flest réttindi á vinnumarkaði hafa kostað mikla baráttu í gegnum árin og sum þeirra eru endurgjald fyrir réttindi sem hafa horfið. Þannig er það með séreignasparnaðinn í kjarasamningum SSF sem er töluvert meiri en gildir almennt í kjarasamningum. Þegar einka- og hlutafélagavæðing bankanna hófst á tíunda áratug síðustu aldar vildu stjórnendur þeirra og ríkissjóður losna við ýmsar ábyrgðir og skuldbindingar vegna lífeyrisréttinda starfsfólks. Þar…

Lesa meira
SGS (Starfsgreinasambandið) og Samiðn undirrita kjarasamning

SGS (Starfsgreinasambandið) og Samiðn undirrita kjarasamning

  • 8. mars, 2024

SSF kom ekki að neinu leyti að þeim samningum sem voru undirritaðir þann 7. mars og á enga aðild að þeim. SSF mun áfram starfa með iðnaðarmönnum og hópum háskólamanna (BHM, KÍ) á vinnumarkaði við undirbúning kjarasamninga. SSF gengur að sjálfsögðu út frá því að nýr samningur samtakanna gildi frá 1. febrúar eins og þeir samningar sem búið er að gera.

Lesa meira
Search