Hugvekja um nýsköpun í fjármálastarfsemi
Fimmtudaginn 14. apríl stendur RB fyrir hugvekju um það hvernig fjármálastarfsemi er að breytast með tilliti til nýsköpunar. Undanfarin ár hafa nýir aðilar, svokölluð Fintech nýsköpunarfyrirtæki, verið að ryðja sér rúms á fjármálamarkaði sem hingað til hefur verið stjórnað af hefðbundnum fjármálafyrirtækjum svo sem bönkum og tryggingarfélögum. Fintech fyrirtæki einblína oft á afmarkaðan hluta fjármálamarkaðarins og bjóða upp á sérhæfða starfssemi með gott og nútímalegt notendaviðmót, oftast í gegnum síma.…