skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

Lokadagur launakönnunnar – 19. feb.

  • 17. febrúar, 2016

Lokadagur launakönnunar er næstkomandi föstudag, 19. febrúar.  Allir sem taka þátt fara í happdrættispottinn og eiga möguleika á veglegum vinning. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir félagsmenn SSF þátttaka sé góð. Allir félagsmenn ættu að hafa fengið umslag vegna þessa, í umslaginu er  blað með vefslóð og lykilorði. Á engan hátt er hægt að rekja svör til viðkomandi félagsmanns eða fyrirtækis. Framkvæmd könnunarinnar er í höndum Gallup. Gott er að hafa síðasta launaseðil við hendina…

Lesa meira

Launakönnun SSF – Happdrætti framlengt

  • 12. febrúar, 2016

Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) hefur hafið launakönnun á meðal félagsmanna SSF. Allir félagsmenn ættu að hafa fengið umslag vegna þessa, í umslaginu er  blað með vefslóð og lykilorði. Á engan hátt er hægt að rekja svör til viðkomandi félagsmanns eða fyrirtækis. Framkvæmd könnunarinnar er í höndum Gallup. Lykilorðið að launakönnuninni gildir sem happdrættisnúmer og verða 20 vinningar dregnir út, hver að fjárhæð 80.000 kr. Búið er að framlengja frestinn til að svara og þar…

Lesa meira

Framboðsfrestur til stjórnar SSF er til 9. febrúar

  • 28. janúar, 2016

46. þing SSF verður haldið dagana 10.-11. mars 2016 á Hótel Selfossi. Þingið er skipað 65 fulltrúum frá aðildarfélögum SSF, ásamt gestum. Það eru aðildarfélögin sem skipa/kjósa fulltrúa til setu á þinginu. Á þinginu er mótuð stefna SSF til næstu þriggja ára, ásamt því að gera upp starf stéttarfélagsins síðustu þrjú árin. Á þinginu er stjórn SSF kosin til næstu þriggja ára. Kjörgengir til stjórnar eru allir fullgildir félagsmenn SSF (allir…

Lesa meira

Kosning trúnaðarmanna SSF

  • 27. janúar, 2016

Trúnaðarmaðurinn - Þinn maður á réttum stað Trúnaðarmaðurinn er tengiliður starfsfólks og atvinnurekandans. Honum er ætlað að auðvelda samskipti milli þessara aðila, enda á hann að eiga greiða leið að upplýsingum. Það að vera trúnaðarmaður krefst mikillar ábyrgðar og er krefjandi starf en á sama tíma mjög gefandi og skemmtilegt. Kosning trúnaðararmanna Dagana 16. og 17. febrúar n.k. skal kjósa trúnaðarmenn fyrir SSF og aðildarfélögin. Þeir eru kosnir til tveggja…

Lesa meira

 SSF óskar eftir fundi vegna breytinga á kjarasamningi

  • 25. janúar, 2016

Á fimmtudaginn s.l., 21. janúar, skrifuðu ASÍ og SA undir nýjan kjarasamning, sem er breyting á kjarasamningi sem sömu aðilar skrifuðu undir í maí 2015. Önnur stéttarfélög og samtök stéttarfélaga á vinnumarkaði (BSRB, KÍ, BHM, SSF, Hjúkrunafr., Skipstjórnarm. o. fl.) skrifuðu ekki undir þennan kjarasamning ASÍ/SA. Í kjarasamningi SSF er bókun um „Samningsforsendur“, sem byggir á mögulegum breytingum á  kjarasamningum annarra stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði. Á grundvelli þeirrar bókunar hefur…

Lesa meira

Nýtt tölublað SSF – blaðsins

  • 24. janúar, 2016

Fyrsta tölublað SSF – blaðsins 2016 er komið út. Í blaðinu er að finna upplýsingar um þing samtakanna sem haldið verður dagana 10. – 11. mars nk. á Selfossi. Í blaðinu er einnig að finna frétt um styrkveitingu SSF til Ljóssins, upplýsingar um samning um starfsemi yfir landamæri í norrænu fjármálageirunum sem aðildarfélög NFU skrifuðu undir, viðtal við Ástu Snorradóttur sem varði nýverið doktorsritgerð sína í félagsfræði, Hrunið - Heilsa…

Lesa meira

Áramótakrossgáta SSF

  • 29. desember, 2015

Hér að neðan er áramótakrossgáta SSF. Hægt er að prenta út krossgátuna og fylla út. Veglegir vinningar í boði fyrir réttar innsendar lausnir félagsmanna. Flestar lausnir við gátunni má finna í Afmælisriti SSF. Hægt er að nálgast blaðið hér.                       Lárétt 3.     Fyrirsögn í blaðinu: Úr banka í ...... 4.     Hvar er Byggðastofnun staðsett? 5.     Hvar er Almenni lífeyrissjóðurinn til…

Lesa meira

Gefur kost á sér til formennsku SSF

  • 27. desember, 2015

Þing Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) verður haldið í mars 2016. Þingið er haldið þriðja hvert ár og er æðsta vald samtakanna en þar skal bera upp öll veigamikil mál sem teljast stefnumótandi fyrir SSF. Á þinginu eru ný aðildarfélög tekin formlega inn í samtökin, skýrsla stjórnar borin upp til samþykktar og kosið í stjórn samtakanna svo fátt eitt sé nefnt. Í afmælisriti SSF sem kom út í byrjun desember á…

Lesa meira

Jólapeysudagur Landsbankans

  • 23. desember, 2015

Starfsfólk Landsbankans á Egilsstöðum var í hátíðarskapi þegar SSF leit þar við í síðustu viku. Það vildi svo til að þegar SSF leit í heimsókn var starfsfólk Landsbankans á landsvísu að halda sinn árlega jólapeysudag, fimmtudaginn 17. desember. Ágúst Arnórsson, útibússtjóri Landsbankans, sagði starfsfólk og viðskiptavini bankans ánægða með uppátækið. Starfsfólk Landsbankans leggur mikið upp úr jólapeysudeginum og segir Ágúst að starfsfólk leggi meiri metnað í klæðaburðinn með hverju árinu.…

Lesa meira
Search