skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

 SSF óskar eftir fundi vegna breytinga á kjarasamningi

  • 25. janúar, 2016

Á fimmtudaginn s.l., 21. janúar, skrifuðu ASÍ og SA undir nýjan kjarasamning, sem er breyting á kjarasamningi sem sömu aðilar skrifuðu undir í maí 2015. Önnur stéttarfélög og samtök stéttarfélaga á vinnumarkaði (BSRB, KÍ, BHM, SSF, Hjúkrunafr., Skipstjórnarm. o. fl.) skrifuðu ekki undir þennan kjarasamning ASÍ/SA. Í kjarasamningi SSF er bókun um „Samningsforsendur“, sem byggir á mögulegum breytingum á  kjarasamningum annarra stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði. Á grundvelli þeirrar bókunar hefur…

Lesa meira

Nýtt tölublað SSF – blaðsins

  • 24. janúar, 2016

Fyrsta tölublað SSF – blaðsins 2016 er komið út. Í blaðinu er að finna upplýsingar um þing samtakanna sem haldið verður dagana 10. – 11. mars nk. á Selfossi. Í blaðinu er einnig að finna frétt um styrkveitingu SSF til Ljóssins, upplýsingar um samning um starfsemi yfir landamæri í norrænu fjármálageirunum sem aðildarfélög NFU skrifuðu undir, viðtal við Ástu Snorradóttur sem varði nýverið doktorsritgerð sína í félagsfræði, Hrunið - Heilsa…

Lesa meira

Áramótakrossgáta SSF

  • 29. desember, 2015

Hér að neðan er áramótakrossgáta SSF. Hægt er að prenta út krossgátuna og fylla út. Veglegir vinningar í boði fyrir réttar innsendar lausnir félagsmanna. Flestar lausnir við gátunni má finna í Afmælisriti SSF. Hægt er að nálgast blaðið hér.                       Lárétt 3.     Fyrirsögn í blaðinu: Úr banka í ...... 4.     Hvar er Byggðastofnun staðsett? 5.     Hvar er Almenni lífeyrissjóðurinn til…

Lesa meira

Gefur kost á sér til formennsku SSF

  • 27. desember, 2015

Þing Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) verður haldið í mars 2016. Þingið er haldið þriðja hvert ár og er æðsta vald samtakanna en þar skal bera upp öll veigamikil mál sem teljast stefnumótandi fyrir SSF. Á þinginu eru ný aðildarfélög tekin formlega inn í samtökin, skýrsla stjórnar borin upp til samþykktar og kosið í stjórn samtakanna svo fátt eitt sé nefnt. Í afmælisriti SSF sem kom út í byrjun desember á…

Lesa meira

Jólapeysudagur Landsbankans

  • 23. desember, 2015

Starfsfólk Landsbankans á Egilsstöðum var í hátíðarskapi þegar SSF leit þar við í síðustu viku. Það vildi svo til að þegar SSF leit í heimsókn var starfsfólk Landsbankans á landsvísu að halda sinn árlega jólapeysudag, fimmtudaginn 17. desember. Ágúst Arnórsson, útibússtjóri Landsbankans, sagði starfsfólk og viðskiptavini bankans ánægða með uppátækið. Starfsfólk Landsbankans leggur mikið upp úr jólapeysudeginum og segir Ágúst að starfsfólk leggi meiri metnað í klæðaburðinn með hverju árinu.…

Lesa meira

Starfsfólk RB safnaði peningum handa flóttafólki í desember

  • 22. desember, 2015

Starfsfólk RB lét gott af sér leiða í desember með því að safna peningum handa flóttafólki.  Alls söfnuðust 162.000 krónur og var upphæðin afhent Rauða krossinum sem sér síðan um að koma peningunum áfram til þeirra sem þurfa á að halda.  Ákveðið var að safna pening handa flóttafólki enda þörfin brýn miðað við ástandið í heiminum í dag.  Fjáröflunin fór að mestu fram með sölu kókostoppa, prjónaðra ullarhúfa og frjálsum…

Lesa meira

Sjóðir SSF og afgreiðsla umsókna um áramót

  • 15. desember, 2015

Umsóknarfrestur í Menntunarsjóð SSF er til 15. janúar vegna sumar- og haustannar 2015.  Eftir að umsóknarfrestur er liðinn verða unnið með umsóknir og gera má ráð fyrir að það geti tekið allt að tvær vikur áður en styrkir verða afgreiddir. Umsóknir í Styrktarsjóð SSF sem berast fyrir 17. desember verða afgreiddar fyrir áramót.  Fyrsta afgreiðsla eftir áramót er áætluð þann 8. janúar. Athygli er vakin á því að styrkir eru aldrei afgreiddir…

Lesa meira

KAPPHLAUP UM SNJALLSÍMAGREIÐSLUR

  • 12. desember, 2015

„Aðeins eitt af 1000 fyrirtækjum sem bjóða uppá greiðslulausnir fyrir snjalltæki mun ná árangri. Snjallsímagreiðslur verða ekki verulegur hluti greiðslna fyrr en komið verður á sameiginlegu kerfi fyrir snjallgreiðslur óháð því hvaða banki á í hlut, hvaða snjalltæki er notast við og á hvaða tæknilegu lausn er byggt“, segir Tom Scharning, framkvæmdastjóri upplýsingatækniþjónustudeildar hjá greiðslumiðlunarfyrirtækinu Nets í Noregi. Kapphlaupið um að hanna snjöllustu og notendavænustu snjallsímagreiðslulausnina er í fullum gangi.…

Lesa meira

EITT MERKASTA ÚTIBÚ LANDSINS

  • 9. desember, 2015

Á ferðalagi SSF á vordögum ársins 2015 heimsóttum við eitt merkasta útibú fjármálafyrirtækja á Íslandi, útibú Sparisjóðs Strandamanna í Norðurfirði í Árneshreppi. Útibúið á sér afar merkilega sögu, það telst til afskekktustu útibúa landsmanna, og rekstur og starfsemi þess hefur verið innan sömu fjölskyldunnar lengstan tíma sögu þess. Við heimsóttum Þórólf Guðfinnsson, eina starfsmann útibúsins, og móður hans Ágústu Sveinsbjörnsdóttur en hún var elsti félagsmaður SSF þar til fyrir um…

Lesa meira
Search