Kjarasamningur SSF samþykktur
Félagsmenn SSF samþykktu í dag kjarasamning SSF sem gildir til ársloka 2018. Atkvæðagreiðslu um samninginn lauk klukkan 16:00 í dag. Kosningaþátttaka var mjög góð en 81.21% félagsmanna greiddu atkvæði. Alls greiddu 63.58% svarenda með samningnum en 32.68% svarenda gegn því að kjarasamningurinn yrði samþykktur. Alls skiluðu 3.74% auðu.