Kjaraviðræður aftur í gang
Eins og fram kom í frétt frá SSF í byrjun júlí hafa kjaraviðræður gengið hægt. Ríkissáttasemjari lokaði húsi sínu fyrir kjaraviðræðum seinnipartinn í júlí og fyrstu viku ágúst (nema ÍSAL). Samninganefndir SSF og SA (fjármálafyrirtækjanna) voru einnig meira eða minna í orlofi þessar sömu vikur. Þrátt fyrir orlof hafa oddvitar samninganefnda átt samtöl um kjarasamningana, en afstaða aðila hefur ekkert breyst (sjá frétt 3.7.2015). Samninganefnd SSF bíður enn eftir útreikningum…