Kjarasamningar SSF og SA
Ástandið á vinnumarkaði er grafalvarlegt og erfitt að sjá hvernig samningsaðilar ætla að vinna sig nær samkomulagi. Verkföll eru hafin hjá félagsmönnum BHM og félagsmenn Starfsgreinasambandsins búnir að samþykkja verkfallsboðun í næstu viku. Flest stéttarfélög hafa lagt fram kröfur um verulega hækkun launa, en kröfurnar eru flestar á bilinu 20 til 50 prósent. Þeir sem lægri launin hafa eiga að sjálfsögðu að fá hærri prósentu, enda eru lægri og lægstu…