skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

Orlofsuppbót 1. júní 2015

  • 13. maí, 2015

Samkvæmt grein 1.6.2. í Kjarasamningi SSF og SA eiga starfsmenn að fá orlofsuppbót greidda þann 1. júní 2015. Orlofsuppbótin er kr. 39.500,- fyrir fullt starf á nýliðnu orlofsári frá 1. maí 2014 til 30. apríl 2015.  (Birt með fyrirvara um að fjárhæðin getur breyst með nýjum kjarasamningi) Fullt ársstarf telst í þessu sambandi 45 unnar vikur eða meira fyrir utan orlof. Uppbótin greiðist þann 1. júní miðað við starfshlutall og…

Lesa meira

Staða kjaraviðræðna SSF

  • 8. maí, 2015

Samninganefndir SSF og SA funduðu í gær í húsakynnum SSF í Nethyl.  Í upphafi fundar var farið yfir það ástand sem upp er komið á íslenskum vinnumarkaði, bæði á almenna markaðnum sem og þeim opinbera. Hvert og eitt stéttarfélag stýrir eigin viðræðum og lítið samræmi er í kjarakröfum, m.a. er ýmist rætt um eins árs eða allt að þriggja ára kjarasamning. SSF lagði fram kröfugerð í 19 liðum og samningstíma…

Lesa meira

Fleiri boða verkfall

  • 6. maí, 2015

Ástandið á vinnumarkaði verður alvarlegra með hverjum fundi samningsaðila, þar sem bil á milli krafna stéttarfélaganna og tilboða atvinnurekenda virðist breikka í hvert sinn sem þeir tala saman. Flóabandalagið og LÍV (VR) hafa boðað atkvæðagreiðslu um heimild félagsmanna til boðunar verkfalls undir lok maí og byrjun júní. Kröfugerð og samningafundir Samninganefnd og formenn aðildarfélaga SSF funduðu síðast miðvikudaginn 29. apríl. Þar var ákveðið að boða til fundar með samninganefnd SA,…

Lesa meira

Hátíðahöld 1. maí

  • 30. apríl, 2015

SSF vill minna félagsmenn á hátíðahöldin þann 1. maí nk. á alþjóðlegum baráttudegi verkafólks. Um land allt verða hátíðahöld, kröfugöngur, skemmtiatriði o.fl. Sérstaklega vill SSF minna félagsfólk sitt á kröfugönguna frá Hlemmi í Reykjavík niður að Ingólfstorgi þar sem útifundur fer fram. Dagskrá hátíðahalda um land allt: Reykjavík Safnast saman á Hlemmi kl. 13 Kröfugangan leggur af stað kl. 13:30. Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur spila í göngunni og á…

Lesa meira

Kjarasamningar SSF og SA

  • 21. apríl, 2015

Ástandið á vinnumarkaði er grafalvarlegt og erfitt að sjá hvernig samningsaðilar ætla að vinna sig nær samkomulagi. Verkföll eru hafin hjá félagsmönnum BHM og félagsmenn Starfsgreinasambandsins búnir að samþykkja verkfallsboðun í næstu viku. Flest stéttarfélög hafa lagt fram kröfur um verulega hækkun launa, en kröfurnar eru flestar á bilinu 20 til 50 prósent.  Þeir sem lægri launin hafa eiga að sjálfsögðu að fá hærri prósentu, enda eru lægri og lægstu…

Lesa meira

SSF- mótið í keilu

  • 19. apríl, 2015

SSF- mótið í keilu fer fram dagana 11. og 12. maí næstkomandi í Egilshöll. Mótið hefur verið haldið árlega og nýtur mikilla vinsælda. Keppt er í 4ra manna liðum í karla – og kvennaflokki en einnig geta blönduð lið keppt í karlaflokki.  Mótið verður með sama sniði og undanfarin ár, þ.e. spilaðar verða fimm umferðir skv. MONRAD-kerfi þar sem mismunur á skori liðanna ræður stigagjöf. Keppni hefst stundvíslega klukkan 18:00…

Lesa meira

SSF – blaðið er komið út

  • 27. mars, 2015

Fyrsta tölublað SSF- blaðsins í ár er komið út. Blaðið er stútfullt af fróðleik, greinum og myndum úr okkar fjölbreytta starfi. Í blaðinu er ítarlegt viðtal við Friðbert Traustason, formann SSF, um stöðu kjaraviðræðna. Hægt er að nálgast nýjasta tölublað SSF blaðsins á heimasíðu samtakanna, www.ssf.is, með því að smella á eftirfarandi slóð eða undir liðnum „Bókasafn“, þar sem hægt er að nálgast öll tölublöð SSF – blaðsins. https://www.ssf.is/wp-content/uploads/2015/03/SSF_Tbl_1_2015_netutgafa.pdf

Lesa meira

Landsbankinn hlaut gullmerki jafnlaunaúttektar PwC

  • 11. mars, 2015

Landsbankinn hlaut á dögunum gullmerki jafnlaunaúttektar PwC. Landsbankinn er stærsta fyrirtækið sem hefur undirgegngist úttekt PwC og fyrsti bankinn til að hljóta gullmerki jafnlaunaúttektarinnar. Gullmerki Jafnlaunaúttektar PwC er veitt fyrirtækjum þar sem launamunur kynja er innan við 3,5% og staðfestir viðurkenningin að launamunur kynja hjá Landsbankanum sé innan þeirra marka. Í frétt á heimasíðu Landsbankans kemur fram að „í Jafnlaunaúttekt PwC er gerð grein fyrir mun á grunnlaunum, föstum launum…

Lesa meira

Kjaramál í byrjun mars

  • 5. mars, 2015

Formannafundur SSF Fimmtudaginn 5. mars 2015 komu formenn aðildarfélaga SSF og stjórn SSF saman til fundar í Nethyl 2e.  Verkefni fundarins var að fara yfir þá erfiðu stöðu sem upp er komin í öllum kjaraviðræðum, jafnt á almennum vinnumarkaði sem þeim opinbera. Allt frosið Það er einróma skoðun allra forystumanna stéttarfélaga og talsmanna atvinnurekenda á Íslandi að í raun séu allar viðræður eða umleitanir um sátt á vinnumarkaði tilgangslausar.  Himinn…

Lesa meira

Staða kjaraviðræðna

  • 24. febrúar, 2015

Forsagan - aðdragandi Staðan í kjaramálum SSF og annarra stéttarfélaga á almennum markaði er vægast sagt snúin.  Með markvissum verkfallsaðgerðum, undir skipulögðum áróðri almannatengla, tókst læknum að ná fram 25-30% launahækkun. Áður höfðu kennarar farið í verkfall og náðu einnig verulegum launahækkunum umfram það sem almenn verkalýðsfélög náðu í samningum 2014. Þessar launahækkanir starfsmanna ríkisins lita mjög allar kjaraviðræður í dag, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði.  Launamenn allra stéttarfélaga…

Lesa meira
Search