skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

Kjarasamningar SSF og SA

  • 21. apríl, 2015

Ástandið á vinnumarkaði er grafalvarlegt og erfitt að sjá hvernig samningsaðilar ætla að vinna sig nær samkomulagi. Verkföll eru hafin hjá félagsmönnum BHM og félagsmenn Starfsgreinasambandsins búnir að samþykkja verkfallsboðun í næstu viku. Flest stéttarfélög hafa lagt fram kröfur um verulega hækkun launa, en kröfurnar eru flestar á bilinu 20 til 50 prósent.  Þeir sem lægri launin hafa eiga að sjálfsögðu að fá hærri prósentu, enda eru lægri og lægstu…

Lesa meira

SSF- mótið í keilu

  • 19. apríl, 2015

SSF- mótið í keilu fer fram dagana 11. og 12. maí næstkomandi í Egilshöll. Mótið hefur verið haldið árlega og nýtur mikilla vinsælda. Keppt er í 4ra manna liðum í karla – og kvennaflokki en einnig geta blönduð lið keppt í karlaflokki.  Mótið verður með sama sniði og undanfarin ár, þ.e. spilaðar verða fimm umferðir skv. MONRAD-kerfi þar sem mismunur á skori liðanna ræður stigagjöf. Keppni hefst stundvíslega klukkan 18:00…

Lesa meira

SSF – blaðið er komið út

  • 27. mars, 2015

Fyrsta tölublað SSF- blaðsins í ár er komið út. Blaðið er stútfullt af fróðleik, greinum og myndum úr okkar fjölbreytta starfi. Í blaðinu er ítarlegt viðtal við Friðbert Traustason, formann SSF, um stöðu kjaraviðræðna. Hægt er að nálgast nýjasta tölublað SSF blaðsins á heimasíðu samtakanna, www.ssf.is, með því að smella á eftirfarandi slóð eða undir liðnum „Bókasafn“, þar sem hægt er að nálgast öll tölublöð SSF – blaðsins. https://www.ssf.is/wp-content/uploads/2015/03/SSF_Tbl_1_2015_netutgafa.pdf

Lesa meira

Landsbankinn hlaut gullmerki jafnlaunaúttektar PwC

  • 11. mars, 2015

Landsbankinn hlaut á dögunum gullmerki jafnlaunaúttektar PwC. Landsbankinn er stærsta fyrirtækið sem hefur undirgegngist úttekt PwC og fyrsti bankinn til að hljóta gullmerki jafnlaunaúttektarinnar. Gullmerki Jafnlaunaúttektar PwC er veitt fyrirtækjum þar sem launamunur kynja er innan við 3,5% og staðfestir viðurkenningin að launamunur kynja hjá Landsbankanum sé innan þeirra marka. Í frétt á heimasíðu Landsbankans kemur fram að „í Jafnlaunaúttekt PwC er gerð grein fyrir mun á grunnlaunum, föstum launum…

Lesa meira

Kjaramál í byrjun mars

  • 5. mars, 2015

Formannafundur SSF Fimmtudaginn 5. mars 2015 komu formenn aðildarfélaga SSF og stjórn SSF saman til fundar í Nethyl 2e.  Verkefni fundarins var að fara yfir þá erfiðu stöðu sem upp er komin í öllum kjaraviðræðum, jafnt á almennum vinnumarkaði sem þeim opinbera. Allt frosið Það er einróma skoðun allra forystumanna stéttarfélaga og talsmanna atvinnurekenda á Íslandi að í raun séu allar viðræður eða umleitanir um sátt á vinnumarkaði tilgangslausar.  Himinn…

Lesa meira

Staða kjaraviðræðna

  • 24. febrúar, 2015

Forsagan - aðdragandi Staðan í kjaramálum SSF og annarra stéttarfélaga á almennum markaði er vægast sagt snúin.  Með markvissum verkfallsaðgerðum, undir skipulögðum áróðri almannatengla, tókst læknum að ná fram 25-30% launahækkun. Áður höfðu kennarar farið í verkfall og náðu einnig verulegum launahækkunum umfram það sem almenn verkalýðsfélög náðu í samningum 2014. Þessar launahækkanir starfsmanna ríkisins lita mjög allar kjaraviðræður í dag, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði.  Launamenn allra stéttarfélaga…

Lesa meira

SSF 80 ára

  • 30. janúar, 2015

Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) á 80 ára afmæli í dag (30. jan.) en samtökin sem þá hétu Samband íslenskra bankamanna (SÍB) voru stofnuð þann 30. janúar árið 1935 af starfsmönnum Landsbanka Íslands og Útvegsbanka Íslands. Nafnabreytingin úr SÍB í SSF átti sér stað árið 2007 eftir að félagsmönnum í fjármálageiranum, utan bankanna, hafði fjölgað mjög og þótti nýtt nafn gefa betri mynd af eðli og hlutverki stéttarfélagsins. Fyrsti forseti SÍB…

Lesa meira

Uppsagnir hjá Landsbankanum: „Ömurlegar fréttir“

  • 30. janúar, 2015

43 starfsmönnum Landsbankans var sagt upp störfum í gær. Þrjátíu þeirra störfuðu í höfuðstöðvum bankans í Austurstræti og að auki fengu allir starfsmenn útibúsins í Flugstöð Leifs Eiríkssonar uppsagnarbréf. „Þetta eru ömurlegar fréttir ofan á allt það sem á hefur gengið undanfarin fjögur ár,“ sagði  Friðbert Traustason, formaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja í viðtali við fréttamann Vísi.is í gær. Þar sagði hann jafnframt að frá því í hruninu hafi fjármálafyrirtæki fækkað starfsfólki…

Lesa meira

Vinningshafar í hátíðarkrossgátuleik SSF

  • 22. janúar, 2015

Dregið var úr réttum innsendum lausnum við hátíðarkrossgátu SSF sem birtist í hátíðartölublaði samtakanna. Fjölmargir félagsmenn tóku þátt og sendu inn lausnir og óhætt að segja að áhugi félagsmanna á krossgátum fer síður en svodvínandi. Eftirtaldir vinningshafar voru dregnir úr potti réttra innsendra lausna við gátunni og hljóta þau veglegt gjafabréf í verðlaun: Aðalbjörg Björnsdóttir Andrea Þóra Guðnadóttir Ásdís Hannesdóttir Baldur Hallgrímur Ragnarsson Elínborg Þorsteinsdóttir Fjóla Hilmarsdóttir Freyja Sveinsdóttir Soffía…

Lesa meira

Greiðslur úr menntunarsjóði

  • 20. janúar, 2015

Greitt verður fyrir samþykktar umsóknir um styrk úr menntunarsjóði SSF um næstu mánaðarmót. Félagsmenn SSF eru minntir á að auðvelt er að fylgjast með stöðu og yfirliti umsókna á Mínum síðum, sjá nánar á meðfylgjandi vefslóð: http://minarsidur.ssf.is/login.php

Lesa meira
Search