Trúnaðarmannakosningar 2014
Dagana 12-13. febrúar 2014 fara fram trúnaðarmannakosningar SSF. Nánari upplýsingar hér á síðunni undir Trúnaðarmenn/Kosning trúnaðarmanna.
Dagana 12-13. febrúar 2014 fara fram trúnaðarmannakosningar SSF. Nánari upplýsingar hér á síðunni undir Trúnaðarmenn/Kosning trúnaðarmanna.
Eins og félagsmenn vita þá er SSF ekki aðili að ASÍ. Kjarasamningur ASÍ/SA gildir því ekki fyrir félagsmenn SSF. Eins og er eru kjaraviðræður í biðstöðu en ljóst að SA hefur lagt línur hvað kostnaðarauka fyrirtækja varðar fyrir árið 2014 (2,8% launahækkun + 0,35% vegna láglauna).
Hér er linkur á nýjasta SSF blaðið, SÆKJA. Hér á síðunni undir Bókasafn má nálgast eldri eintök.
Skrifstofa SSF verður lokuð 23. desember - 2. janúar. Tölvupósti sem berst á ssf(hjá)ssf.is verður svarað eins fljótt og mögulegt er. Ef erindið er brýnt þá vinsamlegast sendið póst á hilmar(hjá)ssf.is eða á fridbert(hjá)ssf.is
Síðasta afgreiðsla Styrktarsjóðs SSF á þessu ári verður í vikunni. Umsóknir sem berast fyrir fimmtudag verða afgreiddar fyrir jól. Stefnt er að næstu afgreiðslu í annarri viku janúar, eigi síðar en 10. janúar. Ekki er nauðsynlegt að senda inn umsókn fyrir áramót vegna reikninga 2013. Hafa þarf í huga að reikningar séu ekki eldri en tólf mánaða.
Stjórn SSF hefur ákveðið að gera launakönnun á meðal félagsmanna. Könnunin er liður í undirbúningi næstu kjarasamninga SSF, en samningar eru lausir 1. desember 2013. Framkvæmd könnunarinnar verður í höndum Capacent Gallup. Um er að ræða könnun sem unnin er rafrænt en trúnaðarmenn SSF munu útdeila umslögum með lykilnúmerum. Mikilvægt er að félagsmenn leggi sitt af mörkum til að svörun verði sem allra best. Með því verða niðurstöður marktækari og…
Samkvæmt kjarasamningi SSF hækka laun um 3,25% þann 1. febrúar 2013. Sjá uppfærða launatöflu undir Kjaramál. Í fjórðu grein í kjarasamningum SSF og SA, frá 16. maí 2011 segir: ,,Verði gerðar breytingar á samningsákvæðum eða samningstíma á grundvelli forsenduákvæðis í kjarasamningi SA og aðildarsamtaka ASÍ, dags. 5. maí 2011, skal það sama gilda um samning þennan." Núgildandi kjarasamningur SSF gildir því til 30. nóvember 2013.
45. þing SSF verður haldið dagana 14. - 15. mars 2013 á Hótel Selfossi. 65 fulltrúar frá aðildarfélögum SSF sitja þingið, ásamt gestum. Það eru aðildarfélögin sem skipa/kjósa fulltrúa til setu á þinginu. Á þinginu er mótuð stefna SSF til næstu þriggja ára, ásamt því að gera upp starf stéttarfélagsins síðustu þrjú árin. Á þinginu er stjórn SSF kosin, formaður og 5 meðstjórnendur. Að þessu sinni er kosningu á annan…
Þann 1. janúar sl. voru gerðar breytingar á greiðslum Fæðingarorlofssjóðs. Upplýsingar um greiðslur fjármálafyrirtækja sbr. gr. 6.2.1. í kjarasamningi SSF hafa verið uppfærðar, sjá nánar undir Kjaramál og þar Spurt og svarað.
Félagsmenn athugið að ekki þarf að skila inn umsóknum vegna útlagðs kostnaðar á árinu 2012 fyrir áramót 2012/2013. Skoðað er ár aftur í tímann og nótur mega því ekki verða eldri en 12 mánaða gamlar þegar sótt er um. Stjórn Styrktarsjóðs