skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]
BLUNDAR Í ÞÉR FÉLAGSMÁLATRÖLL?

BLUNDAR Í ÞÉR FÉLAGSMÁLATRÖLL?

  • 25. janúar, 2024

Ef svo er, þá er tækifærið núna að gefa kost á sér til þess að gegna starfi trúnaðarmanns því dagana 8-9. febrúar verður kosinn trúnaðarmaður á þínum vinnustað.  Trúnaðarmaður er lykilmaður á hverjum vinnustað og sá sem leita skal til ef upp koma ágreiningsefni á vinnustað og er besti tengiliðurinn við SSF til að koma upplýsingum á framfæri. Bakland trúnaðarmanna er svo SSF ef ekki tekst að leysa mál innan…

Lesa meira
Allir eiga sama rétt á að nýta samningsréttinn

Allir eiga sama rétt á að nýta samningsréttinn

  • 19. janúar, 2024

Fimmtudaginn 18. janúar var eftirfarandi haft eftir Ragnari Þór Ingólfssyni formanni VR í Morgunblaðinu: „Það sem SA vill gera er að draga frá okkar kostnaðarmati áætlað launaskrið. Þetta er ný aðferðafræði sem aldrei hefur verið notuð við kjarasamningaborðið og er bæði ósanngjörn og ófyrirleitin, að mínu mati.“ Hvað meinar maðurinn? Í sem allra stystu mál er hann að segja að það sé bæði ósanngjarnt og ófyrirleitið að samtök eins og…

Lesa meira
Undirbúningur kjaraviðræðna á fullu – átök ekki útilokuð

Undirbúningur kjaraviðræðna á fullu – átök ekki útilokuð

  • 11. janúar, 2024

Það er félagsfólki SSF eflaust í fersku minni að lítið af kröfum samtakanna náðist fram í kjarasamningnum sem var gerður í janúar 2023. Þar keyrði samninganefnd SSF harklalega á SA-vegginn og eftir þá lotu var ljóst að árangur myndi ekki nást í samningaviðræðum nema með því að vera vel vopnum búin. Fyrsta skrefið í nauðsynlegum vígbúnaði var að segja upp svokölluðu heiðursmannasamkomulagi um framkvæmd verkfalla á fjármálamarkaði. Samkomulaginu var sagt…

Lesa meira
GLEÐILEGT NÝTT ÁR!

GLEÐILEGT NÝTT ÁR!

  • 3. janúar, 2024

Stjórn og starfsfólk SSF óskar félagsfólki gleðilegs nýs árs og farsældar á nýju ári. Nú er liðið ár síðan við fórum í gegnum viðburðarríka samningalotu og allt lítur út fyrir að við lendum í svipaðri orrahríð á næstu vikum og mánuðum. Við erum vel undirbúin undir lotuna og vitum að félagsmenn standa þétt á bak við okkur. Ósóttir vinningar Enn erum við með örfáa ósótta vinninga sem dregnir voru út…

Lesa meira
NÝJAN SVOKALLAÐAN LÍFSKJARASAMNING – NEI TAKK!

NÝJAN SVOKALLAÐAN LÍFSKJARASAMNING – NEI TAKK!

  • 27. desember, 2023

Rétt fyrir jól var haldin mikil flugeldasýning í Karphúsinu þar sem fámennur hópur forystufólks innan ASÍ sagðist stefna að því að loka kjarasamningum sem fyrst í anda lífskjarasamningsins og ætti sú niðurstaða að gilda fyrir allan vinnumarkaðinn. Með lífskjarasamningnum varð til félagsskapurinn „Bestu vinir bankanna“. Með krónutöluhækkunum tryggir þessi félagsskapur að bankarnir sleppa með mun minni hlutfallshækkanir en aðrar atvinnugreinar. Þannig hefur það verið tvo samninga í röð. Félagsskapurinn „Bestu…

Lesa meira
SENN KOMA JÓLIN

SENN KOMA JÓLIN

  • 21. desember, 2023

Stjórn og starfsfólk SSF óska félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Við þökkum samstarfið á árinu sem er að líða og hlökkum til að vinna með ykkur á nýju ári. Njótið jólanna og umfram allt samverunnar með fjölskyldu og vinum.

Lesa meira
HÆKKANIR Á NOKKRUM STYRKJUM ÚR STYRKTARSJÓÐI

HÆKKANIR Á NOKKRUM STYRKJUM ÚR STYRKTARSJÓÐI

  • 14. desember, 2023

Stjórn SSF hefur ákveðið hækkun á fjórum styrktegundum úr sjóðnum.  Hækkun styrkja á eingöngu við um þá reikninga sem gefnir eru út frá og með 1. janúar 2024  Sjúkraþjálfun/nudd Félagsmenn fá styrk vegna meðferðar hjá löggiltum sjúkraþjálfara, sjúkranuddara, kírópraktor eða sambærilegrar meðferðar í allt að 30 skipti á hverjum 12 mánuðum. Styrkurinn hefur verið að hámarki kr. 2.500 fyrir hvert skipti, þó aldrei hærri en 75% af kostnaði. Fá næstu áramótum…

Lesa meira
NIÐURSTÖÐUR LAUNAKÖNNUNAR KOMNAR Á VEFINN!

NIÐURSTÖÐUR LAUNAKÖNNUNAR KOMNAR Á VEFINN!

  • 7. desember, 2023

Niðurstöður launakönnunar eru komnar inn á heimasíðu SSF, útgáfu, svo þið getið nú skoðað þær fram og til baka.  Skýrslan er löng og ítarleg með margvíslegum fróðleik. Það er ykkur að þakka að niðurstöðurnar eru vel marktækar og gagnlegar þar sem svörun var rúmlega 80% af útsendum umslögum. Hér fyrir neðan finnið þið tengil á niðurstöðurnar. Á efnisyfirliti má smella á línuna og þá dettið þið á valda síðu.  Niðurstöður…

Lesa meira
Vinnutímastytting verr nýtt en áður

Vinnutímastytting verr nýtt en áður

  • 6. desember, 2023

Samkvæmt niðurstöðum launakönnunar nýttu færri sér vinnutímastyttinguna í október 2023 en í september 2021. Nú nýttu 76,5% sér styttinguna samanborið við 79% 2021. Nýtingin eykst með aldri og það dregur úr nýtingunni með aukinni menntun. Þeir sem nýta sér styttinguna vinna hins vegar minna en  hinir. Þeir sem nýta vinnutímastyttingu vinna að meðaltali 40,9 stundir á viku en hinir 42,9 stundir. ÓSÓTTIR VINNINGAR Enn eru örfáir ósóttir vinningar úr launakönnunarhappdrættinu. …

Lesa meira
ER LAUNAVIÐTALIÐ VANNÝTT AUÐLIND?

ER LAUNAVIÐTALIÐ VANNÝTT AUÐLIND?

  • 1. desember, 2023

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar launakönnunar óskuðu 61,9% svarenda ekki eftir launaviðtali á síðustu 12 mánuðum. 31,4% óskuðu efir launaviðtali og fengu það. 73,4% þeirra sem óskuðu eftir launaviðtali fengu jákvæða niðurstöðu. Kjör breyttust mjög til hins betra í 7,2% tilvika og breyttust heldur til hins betra í 66,2% tilvika. Í könnuninni 2021 fengu 64,6% jákvæðan árangur úr viðtali, 6,7% mun betri kjör og 57,9% heldur betri kjör. Umræða um launaviðtalið er…

Lesa meira
Search