Félagsmenn SSF virðast baráttuglaðir
Samkvæmt niðurstöðum launakönnunar telja 19% félagsmanna SSF öruggt að þau vilji fara í verkfall til að knýja á um bætt kjör. Önnur 19% telja það mjög líklegt og 16% frekar líklegt. 54% félagsmanna lýsa þannig yfir verkfallsvilja. 4% vilja alls ekki í verkfall, 11% telja það mjög ólíklegt og 15% frekar ólíklegt. Alls 30% telja þannig ólíklegt að þau vilji fara í verkfall.