skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]
Félagsmenn SSF virðast baráttuglaðir

Félagsmenn SSF virðast baráttuglaðir

  • 28. nóvember, 2023

Samkvæmt niðurstöðum launakönnunar telja 19% félagsmanna SSF öruggt að þau vilji fara í verkfall til að knýja á um bætt kjör. Önnur 19% telja það mjög líklegt og 16% frekar líklegt. 54% félagsmanna lýsa þannig yfir verkfallsvilja. 4% vilja alls ekki í verkfall, 11% telja það mjög ólíklegt og 15% frekar ólíklegt. Alls 30% telja þannig ólíklegt að þau vilji fara í verkfall.

Lesa meira
BÚIÐ AÐ DRAGA Í LAUNAKÖNNUNARHAPPDRÆTTINU!

BÚIÐ AÐ DRAGA Í LAUNAKÖNNUNARHAPPDRÆTTINU!

  • 24. nóvember, 2023

Nú er búið að draga í launakönnunarhappdrættinu svo það fara 50 félagsmenn ánægðir inn í helgina!   Lykilorðið er í bréfinu sem þið fenguð afhent. Einungis var dregið úr svöruðum launakönnunum.  Vinningshafar utan af landi geta haft samband og við munum senda viðkomandi vinninginn.  Aðrir mega koma við á skrifstofunni í Nethyl 2E, en athugið að skrifstofan er lokuð á mánudögum. Stjórn og starfsfólk SSF þakka frábæra þátttöku og hvetur ykkur…

Lesa meira
VILJUM EKKI KRÓNUTÖLUHÆKKUN

VILJUM EKKI KRÓNUTÖLUHÆKKUN

  • 21. nóvember, 2023

55% félagsmanna SSF vilja hækkun launa í prósentum samkvæmt niðurstöðum nýrrar launakönnunar, 25% vilja frekar krónutöluhækkun. 20% vilja sambland prósentu- og krónutöluhækkana. Síðast var spurt um þetta 2018 og þá vildu 40% prósentuhækkun og 33% krónutöluhækkun. Viðhorfin gagnvart launahækkunum hafa því breyst töluvert. Niðurstaðan er eðlilega nokkuð háð menntun og starfi. Þannig vilja 73% fólks með hærri háskólagráður prósentuhækkun, en einungis 26% fólks með grunnskólamenntun.

Lesa meira
Glæsilegri launakönnun SSF lokið

Glæsilegri launakönnun SSF lokið

  • 17. nóvember, 2023

Nú er Gallup að leggja lokahönd á úrvinnslu launakönnuar SSF. Hluti af fyrstu niðurstöðum var kynntur á formannafundi SSF í Hveragerði 16. nóvember. Eins og síðast var niðurstaðan algerlega frábær og var svörunin í kringum 80% sem tryggir að niðurstöður eru mjög áreiðanlegar. Samkvæmt könnuninni  hækkuðu meðallaun félagsmanna SSF um 135 þús.kr. eða um 14,6% á milli október 2021 og nóvember 2023. Á tímabilinu frá síðustu könnun hafa kjarasamningsbundnar hækkanir…

Lesa meira
LOKAÐ Á FIMMTUDAGINN 16. NÓVEMBER 2023

LOKAÐ Á FIMMTUDAGINN 16. NÓVEMBER 2023

  • 14. nóvember, 2023

Kæru félagar. Skrifstofa SSF er lokuð fimmtudaginn 16. nóvember vegna formanna- og trúnaðarmannafundar SSF. Þökkum góða þátttöku í launakönnun og erum spennt að kynna fyrir ykkur niðurstöðurnar þegar þær liggja fyrir.  

Lesa meira
Loka- lokasprettur við að svara launakönnun – koma svo!

Loka- lokasprettur við að svara launakönnun – koma svo!

  • 9. nóvember, 2023

Ágætu félagar Svörun í launakönnun SSF hefur verið flott fram til þessa. Okkur vantar samt smávegis til að jafna frábæra svörun frá síðustu könnun 2021. Styrkur könnunarinnar sem baráttutækis byggir mikið á því að sem flestir taki þátt. Svo má heldur ekki gleyma happdrættinu, 50 vinningar að upphæð kr. 100 þús.kr., ekki slæmur jólabónus þar. Miði (aðgangsorð) er alltaf möguleiki. Lokafrestur til að svara var sagður vera föstudagurinn 10. nóvember,…

Lesa meira
LAUNAKÖNNUN 2023 – LOKASPRETTURINN HAFINN

LAUNAKÖNNUN 2023 – LOKASPRETTURINN HAFINN

  • 7. nóvember, 2023

Ágætu félagar, Svörun í launakönnun SSF hefur verið góð fyrstu dagana. Við eigum samt nokkuð í land með að jafna frábæran árangur frá síðustu könnun þar sem svarhlutfall var næstum 80%. Það þarf ekki að minna á að styrkur könnunarinnar sem baráttutækis er mikið háður því að sem flestir taki þátt. Svo má heldur ekki gleyma happdrættinu, 50 vinningar að upphæð kr. 100 þús.kr. hver er ekki slæm gulrót þegar…

Lesa meira
LAUNAKÖNNUN SSF – ÞITT SVAR SKIPTIR MÁLI!

LAUNAKÖNNUN SSF – ÞITT SVAR SKIPTIR MÁLI!

  • 3. nóvember, 2023

Nú er launakönnun SSF farin af stað og ættu allir að vera búnir að fá umslag með lykilorði.  Ef ekki, þá er um að gera að hafa samband við trúnaðarmann eða skrifstofu SSF ([email protected]). Erum líka við símann 540-6100 ef spurningar vakna.  Það er alltaf spennandi þegar þessi könnun fer af stað og eftirvænting mikil að rýna í niðurstöður að henni lokinni, en könnunin er framkvæmd af Gallup og stendur…

Lesa meira
LAUNAKÖNNUN SSF 2023 HEFST Á MORGUN MIÐVIKUDAG 1. NÓVEMBER!

LAUNAKÖNNUN SSF 2023 HEFST Á MORGUN MIÐVIKUDAG 1. NÓVEMBER!

  • 31. október, 2023

Nú er komið að því, launakönnun SSF 2023 er að hefjast á morgun 1.nóvember. Á allra næstu dögum munu félagsmenn SSF fá í hendur umslag um launakönnun SSF og margir hverjir hafa jafnvel fengið hana í hendur nú þegar. Í umslaginu er slóð fyrir launakönnun (á vegum Gallup) og lykilorð, sem jafnframt er happdrættisnúmer þar sem 50 veglegir vinningar verða dregnir út þegar könnun lýkur. Einungis þeir sem svara launakönnun…

Lesa meira
JAFNRÉTTI Í BankNordik í Færeyjum

JAFNRÉTTI Í BankNordik í Færeyjum

  • 26. október, 2023

Þegar Kenneth Samuelsen, formaður starfsmannafélagsins innan BankNordik, fékk starf hjá bankanum fyrir 37 árum voru karlmenn í öllum leiðandi stöðum í bankanum: „Karlar í stjórn, karlkyns bankastjórar og nánast allir útibússtjórar voru karlmenn,“ segir hann. Í dag er myndin nánast alveg á hinn veginn. Í stjórn bankans situr kona við borðsendann, bankastjórinn er kona og meðal stjórnenda er kynjaskiptingin nú 50/50. Það er merkilegt að þetta sé orðið svona því…

Lesa meira
Search