Fulltrúar SSF á fundum alþjóðlegra samtaka
Fulltrúar stéttarfélaga úr Fjármála- og tryggingageiranum víðsvegar að úr heiminum hittust í Fíladelfíu í Bandaríkjunum 23. og 24. ágúst. Í kjölfarið voru síðan haldin kvennaráðstefna og þing UNI Gobal, sem eru alheimssamtök stéttarfélaga í þjónustu.
Fjármálaiðnaðurinn hefur tekið miklum breytingum síðan samtökin komu saman síðast árið 2019, þar á meðal má nefna frekari endurskipulagningu í greininni, stóraukna fjarvinnu og umbreytingu í gegnum stafræna þróun.
Til að bregðast við öllu þessu fólu áhersluþættirnir fyrir ráðstefnurnar í sér að byggja upp og auka vald starfsmanna með kjarasamningum, sjálfbærum fjármálum, réttlátum umskiptum með áherslu á loftslagsbreytingar, notkun tækni, auk fjölbreytileika og þátttöku, félagslegrar umræðu og þjálfunar.
SSF átti 5 fulltrúa á þessum fundum. Ari Skúlason, formaður SSF, ávarpaði bæði fund fjármálageirans og alheimssamtakanna UNI og Jóhanna M. Jónsdóttir ávarpaði Kvennaráðstefnu UNI fyrir hönd ungs fólks. Hún er í forystusveit ungs fólks innan UNI í Evrópu þar sem hún tók við sem forseti þess í mars á þessu ári.