skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

HÆKKUN FÆÐINGARORLOFSGREIÐSLNA FRÁ ÁRAMÓTUM

HÆKKUN FÆÐINGARORLOFSGREIÐSLNA FRÁ ÁRAMÓTUM

Þá er nýtt ár gengið í garð og hjólin hægt og rólega farin að snúast í atvinnulífunu.   Svo sem sjá mátti og heyra í fréttum í gær voru kynntar  ýmsar breytingar m.a. á skattkerfinu, svo sem hækkun persónuafsláttar og  breyting á skattprósentum.

En það voru ekki einu breytingarnar heldur á sér stað hækkun greiðslna í fæðingarorlofi til foreldra barna sem fædd eru frá og með 1.1.2025.

Allir með laun 800.00/0,8 = 1.000.000 kr./mán. og lægri halda fullum launum í fæðingarorlofi.

Hærra launaðir fái 1.000.000 – 800.000 = 200.000 kr./mánuði greiddar frá fyrirtækinu í allt að 7,5 mánuði.

Svo minnir SSF einnig á að laun hækkuðu skv. kjarasamningi SSF og SA frá 1. janúar um 3.5% eða að lágmarki kr. 23.750, en um þetta má lesa í nýútgefnum kjarasamningi hér:

Kjarasamningur SSF og SA 2024-2028

Það er svo alltaf góð regla að skoða hvort launaseðillinn er ekki örugglega réttur.

Search