skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

HÆTTAN VIÐ AÐ FARA Í FÆÐINGARORLOF

HÆTTAN VIÐ AÐ FARA Í FÆÐINGARORLOF

Á síðustu árum hafa komið til SSF óþarflega mörg mál varðandi konur sem lenda í ýmsum skakkaföllum á vinnustað þegar þær koma til baka úr fæðingarorlofi. Mál af þessum toga eru allt of mörg.

Breytingarnar á umhverfi starfsfólks í fjármálageiranum eru miklar og mjög hraðar. Sú staða kemur því stundum upp að það starf sem konur unnu áður en þær fóru í fæðingarorlof hefur breyst verulega eða er kannski ekki til lengur. Því miður er það stundum þannig að fyrirtækjunum reynist erfitt að útvega konum sambærilegt starf þegar þær koma úr fæðingarorlofi og bjóðast þeim því síðri kostir en þær höfðu áður, t.d. lægra launað starf eða minna starfshlutfall eða jafnvel hvort tveggja af þessu. Í þessu sambandi má líka nefna beiðnir um liðlegheit ef kona/foreldrar óska eftir sveigjanleika t.d. lægra starfshlutfalli tímabundið, m.a. til að ná í barnið/börnin til dagforeldra eða úr leikskóla.

Ábyrgð fyrirtækjanna er mikil í þessu sambandi. Eitt stærsta vandamál sem nútíma samfélög standa frammi fyrir er lækkun á fæðingatíðni. Í tilviki Íslands er það t.d. ljóst að hér fæðast ekki nógu mörg börn nú um stundir til þess að viðhalda fjölda þjóðarinnar. Þessi staða, að konur á fjármálamarkaði lendi oft í vandræðum þegar þær koma úr fæðingarorlofi, er ekki beint hvatning til þess að ungar fjölskyldur reyni að halda þjóðinni þokkalega fjölmennri. Ef horft er á þessa stöðu innan fjármálafyrirtækjanna frá sjónarhóli SSF er sú skoðun sjáfgefin að fyrirtækin mættu standa sig betur hvað stöðu nýrra mæðra varðar meðal starfsfólks.

 

Search