skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

Hagvangur aðstoðar félagsmenn við atvinnuleit

Hagvangur aðstoðar félagsmenn við atvinnuleit

Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja hafa samið við Hagvang um að veita þeim félagsmönnum sem sagt var upp störfum á dögunum hjá Arion banka aðstoð og ráðgjöf við atvinnuleit þeim að kostnaðarlausu.

SSF hvetur félagsmenn sína sem misstu störf sín á dögunum til að nýta sér þessa þjónustu og hafa samband við Hagvang sem allra fyrst. Hagvangur leggur metnað í að veita persónulega og góða þjónustu og farið er með allar upplýsingar sem trúnaðarmál.

Þjónusta Hagvangs snýr m.a. að því að móta nýjan starfsferil, auðkenna styrkleika þína og nýta þá í væntanlegri starfsleit. Jafnframt er farið yfir ýmis hagnýt atriði sem nýtast í atvinnuleit, svo sem gerð ferilskrár, undirbúningur fyrir atvinnuleit og atvinnuviðtöl og fleira.

Hefð hefur verið fyrir því undanfarin ár að þessi þjónusta hafi staðið öllum félagsmönnum SSF til boða við starfslok af hálfu fjármálafyrirtækjanna. Því miður reyndist svo ekki vera af hálfu Arion banka að þessu sinni og ákvað stjórn SSF því að tryggja aðgengi þeirra félagsmanna að þjónustunni með samningi við Hagvang. Öllum félagsmönnum SSF sem misst hafa vinnuna á síðustu vikum stendur því þjónustan til boða, þeim að kostnaðarlausu.

Hér er tengill á upplýsingablað frá Hagvangi þar sem finna má upplýsingar og tengiliði sem þjónusta félagsmenn SSF.

Search