skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

Hátíðahöld 1. maí

Hátíðahöld 1. maí

SSF vill minna félagsmenn á hátíðahöldin þann 1. maí nk. á alþjóðlegum baráttudegi verkafólks. Um land allt verða hátíðahöld, kröfugöngur, skemmtiatriði o.fl. Sérstaklega vill SSF minna félagsfólk sitt á kröfugönguna frá Hlemmi í Reykjavík niður að Ingólfstorgi þar sem útifundur fer fram.

Dagskrá hátíðahalda um land allt:

Reykjavík
Safnast saman á Hlemmi kl. 13
Kröfugangan leggur af stað kl. 13:30. Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur spila í göngunni og á Ingólfstorgi
Útifundur á Ingólfstorgi Kl. 14.10, fundarstjóri Þórarinn Eyfjörð     
Gradualekór Langholtskirkju syngur 
Árni Stefán Jónsson formaður SFR heldur ræðu
Ljótikór flytur tvö lög
Hilmar Harðarson formaður Samiðnar heldur ræðu
Reykjavíkurdætur flytja tvö lög    
Kórar og  fundarmenn syngja Maístjörnuna
„Internationallinn“ sunginn og leikinn
Ræður eru táknmálstúlkaðar
Hulda Halldórsdóttir syngur á táknmáli með kórunum
Hvatningarorð fundarstjóra frá aðstandendum fundarins    

Baráttukaffi hjá stéttarfélögunum að fundi loknum

Efling-stéttarfélag býður félagsmönnum sínum upp á kaffi í Valsheimilinu að Hlíðarenda, VM býður félagsmönnum upp á kaffi í Gullhömrum, Grafarholti, VR er með fjölskylduhlaup á Klambratúni Kl. 11:00 og verkalýðskaffi í anddyri Laugardalshallarinnnar eftir útifundinn, Rafiðnarasambandið, Matvís og Grafía/FBN verða með kaffi í Stórhöfða 27 (Rafiðnaðarskólinn) og FIT og Byggiðn verða með 1. maí kaffi á Grand hóteli við Sigtún að loknum fundi.

Hafnarfjörður
Safnast saman fyrir framan Ráðhús Hafnarfjarðar kl. 13:30
Kröfuganga leggur af stað kl. 14 – gengið verður upp Reykjavíkurveg, Hverfisgötu, Smyrlahraun, Arnarhraun, Sléttahraun og að Hraunseli við Flatahraun
Hátíðarfundur hefst í Hraunseli, Flatahrauni 3 kl. 14:30 
Fundastjóri: Jóhanna M. Fleckenstein
Ávarp dagsins: Karl Rúnar Þórsson formaður Starfsmannafélags Hafnarfjarðar        
Ræða: Kolbeinn Gunnarsson formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar
Skemmtiatriði: Sönghópurinn Voces masculorum kemur og tekur nokkur lög fyrir gesti

Akranes
Verkalýðsfélag Akraness, Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar, VR, FIT Félag iðn- og tæknigreina, Kennarasamband Íslands og Sjúkraliðafélag Íslands
standa fyrir dagskrá á hátíðar- og baráttudegi verkafólks 1. maí
Safnast verður saman við Kirkjubraut 40, kl. 14:00 og genginn verður hringur á neðri-Skaga. Undirleik í göngu annast Skólahljómsveit Akraness
Að göngu lokinni verður hátíðardagskrá í sal Verkalýðsfélags Akraness á 3ju hæð Kirkjubrautar 40
Ræðumaður dagsins: Vilhjálmur Birgisson
Karlakórinn Svanir syngur nokkur lög
Kaffiveitingar
Frítt í bíó fyrir börnin í Bíóhöllinni kl. 15:00

Borgarnes
Hátíðarhöldin hefjast í Hjálmakletti kl. 14
Hátíðin sett: Eiríkur Þór Theódórsson, stjórnarmaður í ASÍ-UNG og trúnaðarmaður hjá Stéttarfélagi Vesturlands
Barnakór Borgarness syngur undir stjórn Steinunnar Árnadóttur
Ræða dagsins: Signý Jóhannesdóttir formaður Stéttarfélags Vesturlands
Nemendur úr þriðja bekk Grunnskóla Borgarness með atriði
Söngfjölskyldan úr Kveldúlfsgötunni flytur nokkur lög, Zsuzsanna Budai leikur með á flygilinn
Internasjónalinn
Félögin bjóða samkomugestum upp á kaffiveitingar að lokinni dagskrá. Útskriftarnemar Menntaskólans sjá um kaffihlaðborðið 
Tvær kvikmyndasýningar verða fyrir börn í Óðali kl. 13:30 og 15:30, boðið verður upp á popp og ávaxtasafa

Stykkishólmur
Dagskráin hefst kl. 13:30 á Hótel stykkishólmi
Kynnir: Einar Strand
Ræðumaður: Sigurður A Guðmundsson formaður Vlf. Snæfellinga
Daníel Örn Sigurðsson töframaður 
Helgi Björnsson ásamt gítarleikara 
Lúðrasveit Stykkishólms
Boðið verður í bíó í Klifi kl. 18.00
Veitingar í boði félaganna

Grundarfjörður
Dagskráin hefst dagskrá kl. 14.30 í Samkomuhúsinu
Kynnir: Helga Hafsteinsdóttir formaður SDS
Ræðumaður: Guðbjörg Jónsdóttir varaformaður Vlf. Snæfellinga
Daníel Örn Sigurðsson töframaður
Helgi Björnsson ásamt gítarleikara
Alda Dís Arnardóttir sigurvegari Ísland got talent og Bragi Þór Ólafsson gítarleikari taka nokkur lög
Boðið verður í bíó í Klifi kl. 18.00
Veitingar í boði félaganna

Snæfellsbær
Dagskráin hefst í Klifi kl. 15.30
Kynnir: Guðmunda Wíum Stjórn SDS
Ræðumaður : Sigurður A Guðmundsson formaður Vlf. Snæfellinga
Daníel Örn Sigurðsson Töframaður
Alda Dís Arnardóttir sigurvegari Ísland got talent og Bragi Þór Ólafsson á gítar
Helgi Björnsson ásamt gítarleikara
Sýning eldriborgara
Boðið verður í bíó í Klifi kl. 18.00
Veitingar í boði félaganna

Búðardalur
Stéttarfélag Vesturlands og Starfsmannafélag Dala og Snæfellsnessýslu standa saman að samkomu í Dalabúð kl.14.30
Kynnir: Kristín G.Ólafsdóttir stjórn SDS
Ræðumaður: Geirlaug Jóhannsdóttir
Skemmtikraftar: Guðrún Gunnars og Jogvan 
Gestum er boðið uppá kaffiveitingar að dagskrá lokinni

Ísafjörður
Lagt verður af stað frá Baldurshúsinu, Pólgötu 2 kl. 11:00. Gengið verður að Pollgötu og þaðan niður að Edinborgarhúsi með Lúðrasveitina í fararbroddi
Ræðumaður dagsins: Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR
Tónlistaratriði
Pistill dagsins: Elísabet Gunnarsdóttir arkitekt
Söngatriði – Dagný Hermannsdóttir og Svanhildur Garðarsdóttir
Súpa í boði 1. maí nefndar í Edinborgarhúsinu að hátíðarhöldum loknum
Kvikmyndasýningar fyrir börn í Ísafjarðarbíói kl. 14:00 og 16:00

Suðureyri
Kröfuganga frá Brekkukoti kl. 14
Boðsund barna í Sundlaug Suðureyrar
Kaffiveitingar í Félagsheimili Súgfirðinga
Ræða dagsins – Söngur og hljóðfæraleikur

Bolungarvík
Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur býður í kaffi og kökur í félagsheimili Bolungarvíkur
8. og 9. bekkur Grunnskóla Bolungarvíkur sér um kaffiveitingar
Tónlistaskóli Bolungarvíkur sér um tónlist og söng
Laddawan Dagbjartsson sér um dans

Blönduós
Kaffiveitingar í boði Stéttarfélagsins Samstöðu í félagsheimilinu á Blönduósi kl. 15
Tónlistaratriði hjá nemenda Tónlistarskóla Austur-Húnavatnssýlsu 
Ræðumaður dagsins:  Guðmundur Gunnarsson,  fyrrverandi  formaður Rafiðnaðarsambands Íslands
Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps flytur nokkur lög
Bíósýning fyrir börnin, góðar veitingar og góð dagskrá

Skagafjörður
Stéttarfélögin í Skagafirði bjóða til hátíðardagskrár kl. 15:00 í sal Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra 
Ræðumaður verður Björn Snæbjörnsson formaður Einingar Iðju og Starfsgreinasambands Íslands 
Að venju verður boðið upp á glæsilegt kaffihlaðborð og skemmtiatriði. Að þessu sinni verða þau í höndum Kirkjukórs Sauðárkrókskirkju og nemenda úr 10.bekk Árskóla, auk þess sem Geirmundur Valtýsson mun leika fyrir gesti af sinni alkunnu snilld

Akureyri
Göngufólk safnast saman við Alþýðuhúsið Kl. 13:30 en hálftíma síðar verður lagt af stað við undirleik Lúðrasveitar Akureyrar 
Hátíðardagskrá í Menningarhúsinu Hofi að lokinni kröfugöngu 
Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB og Anna Júlíusdóttir, varaformaður Einingar-Iðju flytja ávörp 
Sveppi og Villi og Jónas Þór Jónasson skemmta 
Kaffiveitingar að lokinni dagskrá

Fjallabyggð 
Dagskrá í Fjallabyggð verður í sal félaganna, Eyrargötu 24b Siglufirði frá kl. 14 til 17 
Margrét Jónsdóttir flytur ávarp 
Kaffiveitingar

Húsavík
Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum bjóða til hátíðarhalda í íþróttahöllinni kl. 14 
Ræðumenn: Aðalsteinn Baldursson formaður og Ósk Helgadóttir varaformaður Framsýnar 
Jóhannes Kristjánsson fer með gamanmál 
Óskar Pétursson syngur nokkur lög
Regína Ósk Óskarsdóttir, Bryndís Ásmundsdóttir og Sigríður Beinteinsdóttir syngja lög með Tinu Turner  
Stúlknakór Húsavíkur og Steini Hall blæs í lúður

Þórshöfn
Verkalýðsfélag Þórshafnar býður öllum frítt í Íþróttamiðstöðina frá kl.11 til 14
Súpa og brauð í hádeginu er einnig í boði verkalýðsfélagsins

Vopnafjörður 
Hátíðardagskrá  verður í Félagsheimilinu Miklagarði kl.  14:00
Kvenfélagskonur sjá um kaffiveitingar.  Tónlistaratriði til skemmtunar
Ræðumaður: Kristján Magnússon

Borgarfjörður eystri
Hátíðardagskrá verður í Félagsheimilinu Fjarðarborg kl. 12.00  
Kvenfélagið Eining sér  um veitingar
Ræðumaður: Reynir Arnórsson

Seyðisfjörður  
Hátíðardagskrá verður í Félagsheimilinu Herðubreið kl. 15:00    
8. og 9. bekkir Seyðisfjarðarskóla sjá um kaffiveitingar og skemmtiatriði
Ræðumaður: Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir

Egilsstaðir 
Hátíðardagskrá verður á Hótel Héraði  kl. 10.00  
Morgunverður  og tónlistaratriði.
Ræðumaður: Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir

Reyðarfjörður 
Hátíðardagskrá verður í Safnaðarheimili Reyðarfjarðar kl. 15:00  
9. bekkur Grunnskóla Reyðarfjarðar sér um kaffiveitingar
Tónskóli Reyðarfjarðar
Ræðumaður: Pálína Margeirsdóttir

Eskifjörður 
Hátíðardagskrá verður í Melbæ Félagsheimili eldri borgara kl. 14:00 
Félag eldri borgara sér um kaffiveitingar 
Tónskóli Reyðarfjarðar
Ræðumaður: Þröstur Bjarnason

Neskaupstaður 
Hátíðardagskrá verður á Hildibrand hótel kl.14:00
Félag Harmonikkuunnenda spila
Ræðumaður: Sigurður Hólm Freysson

Fáskrúðsfjörður 
Hátíðardagskrá verður í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar kl. 15:00 
Kaffiveitingar. 9. bekkur grunnskólans sér um kaffiveitingar 
Tónlistarskóli Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar 
Ræðumaður: Sverrir Mar Albertsson

Stöðvarfjörður
Hátíðardagskrá í Saxa guesthouse kl. 15:00  
Kaffiveitingar 
Tónlistarskóli Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar 
Ræðumaður: Sigríður Dóra Sverrisdóttir

Breiðdalsvík 
Hátíðardagskrá verður  á Hótel Bláfelli  kl. 14:00 
Kaffiveitingar og tónlistaratriði. 
Ræðumaður:  Sigríður Dóra Sverrisdóttir

Djúpavogur 
Hátíðardagskrá verður á Hótel Framtíð  kl. 11:00 
Morgunverður og tónlistaratriði
Ræðumaður: Sverrir Mar Albertsson

Hornafjörður
Kröfuganga frá Víkurbraut 4 kl 13:30, takið með ykkur kröfuspjöld
Hátíðardagskrá á Hótel Höfn kl. 14:00, kaffiveitingar 
Lúðrasveit Hornafjarðar, tónlistaratriði 
Ræðumaður:  Lars Jóhann Andrésson

Selfoss
Kröfuganga frá Austurvegi 56 kl. 11, félaga í Sleipni fara fyrir göngunni á hestum
Ræðumenn: Drífa Snædal framkvæmdastjóri SGS og Halldóra Magnúsdóttir formaður Nemendafélags FS
Lína langsokkur mætir á svæðið og Karlakór Rangæinga syngur nokkur lög
Bílasýning
Veitingar í boði stéttarfélaganna á Hótel Selfossi

Vestmannaeyjar
Dagskráin hefst með baráttufundi í Alþýðuhúsinu kl. 1500 
Ræðumaður: Arnar Hjaltalín formaður Drífandi stéttarfélags 
Kaffi kakó og vöfflur
Ungir nemendur í bland við eldri í Tónskóla Vestmannaeyja leika og syngja fyrir verkalýðinn

Reykjanesbær
Dagskrá í Stapa kl. 13:45 Guðmundur Hermannsson leikur ljúfa tónlist
Setning kl. 14 – Kristján Gunnarsson  formaður VSFK 
Sigríður og Sólborg Guðbrandsdætur syngja nokkur lög
Ræða dagsins: Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ
Sveitapiltins draumur –  Atriði frá minningartónleikum til heiðurs 
Rúnari Júlíussyni sem hefði orðið 70 ára á þessu ári
Kvennakór Suðurnesja flytja nokkur lög
Börnum boðið á sýningu í Sambíói Keflavík kl. 13
Kaffiveitingar

Sandgerði
Verkalýðs og sjómannafélag Sandgerðis verður með opið hús að Tjarnargötu 8, húsi félagsins frá kl. 15 – 17
Kaffi og meðlæti

Search