HEILDARKJARASAMNINGURINN KOMINN Á HEIMASÍÐUNA
Vekjum athygli félagsmanna á því að nú er kominn inn á heimasíðu SSF endanleg útgáfa heildarkjarasamnings SSF og SA. Hann má finna hér:
https://www.ssf.is/wp-content/uploads/2024/12/Kjarasamningur-SSF-og-SA-2024-2028-1.pdf
Ýmsir kjaratengdir liðir hækka samsvarandi þeim % hækkunum sem um var samið. Dæmi um það er upphæð fæðingarstyrks sem hækkar sem hér segir en þess má geta að upphæð fæðingarstyrks var kr. 90.438 fyrir fyrstu hækkun þessa kjarasamnings:
1.2.2024 | 3,25% | 93.377 | |
1.1.2025 | 3,50% | 96.645 | |
1.1.2026 | 3,50% | 100.028 | |
1.1.2027 | 3,50% | 103.529 |
Stundum getur verið tyrfið að finna það sem leitað er að og þá er gott að grípa í flýtileiðina „Ctrl F“ og þá opnast gluggi í hægra horninu þar sem hægt er að setja inn leitarorð sem vísar okkur leiðina.