skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

Íslandsbanki afhendir Seðlabankanum og Þjóðminjasafninu mynt- og seðlasafn

Íslandsbanki afhendir Seðlabankanum og Þjóðminjasafninu mynt- og seðlasafn

Íslandsbanki afhenti nýverið Seðlabanka Íslands og Þjóðminjasafninu mynt- og seðlasafn bankans. Safnið samanstendur af 1.300 munum allt frá árinu 1675 til ársins 2000. Þessir munir hafa fylgt Íslandsbanka frá stofnun

Mynd: Friðrik Sophusson, stjórnarformaður Íslandsbanka, Sigríður Olgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Rekstrar- og upplýsingatæknisviðs Íslandsbanka, Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, Már Guðmundsson, seðlabankastjóri og Margrét Hallgrímsdóttir, Þjóðminjavörður.

bankans. Í seðlahluta safnins má nefna Ríkisdal frá árinu 1815 ásamt prufuprentun á bráðabirgðarseðli bankans sem gefinn var út árið 1919.

Í mynthluta safnsins er afar merkilegt safn. Elsti vörupeningurinn er frá árinu 1846 sem var fyrsti vörupeningurinn. Einnig má nefna brauðpening frá Bökunarfélagi Ísfirðinga sem er eina eintakið sem vitað er að sé til af þeim pening. 

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, afhenti Má Guðmundssyni seðlabankastjóra, safnið í dag en safnið er til sýnis í Smáralind næstu þrjár vikur í tilefni af Hönnunarmars.

Birna Einarsóttir, bankastjóri Íslandsbanka: 

Það er mikil ánægja fyrir okkur að afhenda Seðlabankanum og Þjóðminjasafninu mynt- og seðlasafn bankans til að varðveita áfram þessa sögulegu heimild. Það er mjög viðeigandi að gera það núna í tengslum við Hönnunarmars þar sem þessar myntir eru margar hverjar mikið listaverk og við vitum safninu verða gerð góð skil.

Már Guðmundsson seðlabankastjóri:

Það er mjög ánægjulegt að Íslandsbanki skuli afhenda þessa einstæðu gripi Myntsafni Seðlabanka og Þjóðminjasafns. Munirnir gefa góða innsýn í peningasögu landsmanna og þá sérstaklega hvernig saga seðla og myntar og annarra greiðslumiðla þróaðist á upphafsárum bankastarfsemi á Íslandi.  Þar má bæði benda á venjulega peninga og svo þá sem í dag teljast óvenjulegir eins og svokallaðir vörupeningar.  Auk þess gefur safnið góða innsýn í hönnunarferli og framleiðslu fyrstu seðlanna sem prentaðir voru hérlendis.

Mynd: Friðrik Sophusson, stjórnarformaður Íslandsbanka, Sigríður Olgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Rekstrar- og upplýsingatæknisviðs Íslandsbanka, Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, Már Guðmundsson, seðlabankastjóri og Margrét Hallgrímsdóttir, Þjóðminjavörður.

Search