Kjarasamningsbundnar hækkanir 1.maí
Vakin er athygli á því að þann 1.maí næstkomandi hækka laun og launatengdir liðir um 5,0%. Kauptaxtar kjarasamnings taka sömu hækkun. Jafnframt hækkar orlofsuppbótin þann 1. maí og þann 1. júní nk. greiðast kr. 46.500 í orlofsuppbót.
Þann 1. maí hækkar jafnframt framlag fjármálafyrirtækja í styrktarsjóð SSF úr 0,5% af grunnlaunum í 0,7% en iðgjöld í styrktarsjóð koma alfarið frá atvinnurekendum.