skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

Kjarasamningum ekki sagt upp

Kjarasamningum ekki sagt upp

Niðurstaða forsendunefndar á almennum vinnumarkaði vegna endurskoðunar kjarasamninga er að tvær af þremur forendum standast en ein gerir það ekki.  Sú snýst um launaþróun annarra hópa.  Samningum verður ekki sagt upp að þessu sinni.

Forsendurnar sem voru til skoðunar eru þessar:

Viðræðunefnd SSF á fundi Ríkissáttasemjara við gerð síðasta kjarasamnings SSF.

1.       Fjármögnun stjórnvalda á stofnframlögum ríkisins til 2.300 almennra íbúða á árunum 2016-2019 eða að hámarki 600 á ári.

2.       Mat á því hvort sú launastefna og þær launahækkanir sem í samningnum fólust hafi verið stefnumarkandi fyrir aðra á vinnumarkaði (32% hækkun frá nóv 2013-des 2018).

3.       Aukinn kaupmáttur á samningstímanum.

Ljóst er að liðir 1 og 3 standast skoðun en liður 2 er forsendubrestur eins og áður segir.  Ákveðin verðmæti eru í núgildandi samningi SSF (5,0% almenn launahækkun 1. maí og hækkun á framlagi atvinnurekenda í Styrktarsjóð 0,2%).

Forsendur kjarasamninga verða aftur til skoðunar í febrúar 2018.

Search