Kjarasamningur SSF og SA samþykktur
Niðurstaða atkvæðagreiðslu félagsmanna SSF um kjarasamning SSF og SA sem gildir frá 1.4.2019 til 1.11.2022 liggur fyrir. Kosningaþátttakan var 61,69%, af þeim sögðu 64,9% JÁ, 32,1% sögðu NEI og 3% tóku ekki afstöðu í kosningunni. Kjarasamningurinn er því samþykktur.
Kosningaþátttakan var nokkuð minni en búast mátti við með tilliti til þátttöku félagsmanna í atkvæðagreiðslum á vegum SSF hingað til, en eflaust hefur það sitt að segja að sumarleyfi félagsmanna eru hafin.