skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

Kjarasamningur undirritaður

Kjarasamningur undirritaður

Frá undirritun kjarasamningsins í dag.

Í dag undirrituðu Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) og Samtök atvinnulífsins (SA) nýjan kjarasamning sem gildir frá 1.4.2019 til 1.11.2022. Megin áherslur SSF fyrir kjarasamninga 2019 voru lagðar á þingi SSF í mars síðastliðnum. Fulltrúar á þinginu samþykktu að leggja áherslu á hækkun lægri launa, styttri vinnuskyldu meðal annars með mögulegri frítöku að vetri, ákvæði um fastlaunasamninga, stöðugleika og bætta velferð.

Mörg önnur atriði eru í þessum kjarasamningi, meðal annars hærri greiðslur fyrirtækja í Styrktarsjóð SSF, svar við launaviðtali innan tveggja mánaða, hækkun á lágmarkslaunum starfsheita og afnám launatöflu sem komin var að endastöð og í raun lítið notuð sem slík.

Hér eru ítarlegar skýringar á ákvæðum samningsins.

Hér má lesa undirritaðan kjarasamning.

Samninganefnd SSF mun svara öllum fyrirspurnum frá félagsmönnum. Best er að senda fyrirspurnir á netfangið [email protected].

Stefnt er að því að hefja atkvæðagreiðslu um samninginn eftir hádegi föstudaginn 31. maí, verður kynnt nánar síðar.

Hvetjum félagsmenn eindregið til að greiða atkvæði!

Stjórn og samninganefnd SSF

Search