skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

Kostir og gallar heimaskrifstofu – 3. hluti

Kostir og gallar heimaskrifstofu – 3. hluti

SSF hefur tekið saman og þýtt fjórar greinar norska netmiðilsins FriFagbevegelse sem allar fjalla um kosti og galla þess að vinna heiman frá.

Stéttarfélag er á móti varanlegum heimaskrifstofum og telur þær innrás á heimili fólks

Norksa starfsgreinasambandið varar við tillögum Hægri flokksins um að innleiða heimaskrifstofu sem varanlegt fyrirkomulag hjá starfsmönnum Oslóborgar. „Þetta hefur bein áhrif á ráðningarsambandið við starfsmenn sveitarfélagsins í Osló. Best væri að fylgja venjulegum leikreglum og láta samningsaðilum

Roger Kristensen

eftir að útkljá um þessi mál, til dæmis í tengslum við kjarasátt,“ segja þau Roger Kristensen, formaður og Maylén Mago Pedersen, varaformaður norskra Starfsgreinasambandsins, í viðtali við fréttablaðið Dagsavisen.

Hægri flokkurinn vill heimaskrifstofu

Stéttarfélag skrifstofufólks hjá Oslóborg verndar hagsmuni skrifstofufólks hjá borginni og er hluti af Starfsgreinasambandinu.

Nicolai Langfeldt

Nicolai Øyen Langfeldt, borgarfulltrúi Hægri flokksins í Osló, sagði í viðtali við norska dagblaðið VG fyrr í sumar að hans álit væri að heimaskrifstofur yrðu nýttar sem varanlegt fyrirkomulag hjá Oslóarborg. Ákveðinn hluti borgarstarfsmanna hefði þá fasta heimaskrifstofudaga í hverri viku. Ástæðan er meðal annars sú að það myndi veita meiri sveigjanleika og draga úr álagi á almenningssamgöngur. „Ef við getum sparað bæði skatta og vegatolla með því að dreifa umferðarálaginu með því að nýta vegina utan hefðbundins álagstíma, þá höfum við leyst stórt vandamál,“ sagði Nicolai.

Stéttarfélagið varar nú við slíku fyrirkomulagi. Talsmenn þess telja að innleiðing á varanlegu fyrirkomulagi sem byggist heimaskrifstofu geti haft ýmsar neikvæðar afleiðingar. Það bendir meðal annars á að það geti haft sálfélagsleg áhrif á vinnustaðnum, að aðlögun á vinnustað verði mjög erfið og að það geti verið dýrt.

„Tillagan er ekki endilega sparnaðartillaga. Fyrirtækin í Oslóborg verða samt sem áður að halda úti skrifstofuhúsnæði sem er nógu stórt til að allir starfsmenn geti verið í vinnu á sama tíma. Og ef fólk á að vinna bæði heima og á skrifstofunni verður fljótt þörf fyrir að eiga tvö sett af tölvubúnaði,“ segir Roger.

Fyrirgreiðsla

Margir starfsmenn borgarinnar eiga rétt á fyrirgreiðslu á vinnustað, til dæmis samkvæmt ákvörðunum norsku vinnumála- og velferðarstofnuninnar, NAV.

„Þeir sem eiga rétt á fyrirgreiðslu verða að hafa einn stól heima hjá sér og annan á skrifstofunni. Það er mikið inngrip í heimilislíf fólks. Fyrir þá sem eiga stóra íbúð eða einbýlishús munar kannski ekki mikið um það, en fyrir þá sem búa einir í stúdíóíbúð eða tveggja herbergja íbúð, þýðir það að útbúa skrifstofuhúsnæði í stofunni heima hjá sér. Það er ekki svo víst að starfsmennirnir vilji það,“ segja forsvarsmenn stéttarfélagsins. „Þó að tímabundið fyrirkomulag með heimaskrifstofu hjá starfsmönnum borgarinnar hafi gengið vel, er um allt annað mál að ræða ef fyrirkomulagið er gert varanlegt.“

„Ég er mjög hrifin af því hvernig starfsmenn hafa aðlagast og verið lausnamiðaðir á heimaskrifstofunni sinni, en ein af ástæðunum fyrir því er líklega að staðan er sérstök og þetta er tímabundið fyrirkomulag. Að gera ráð fyrir heimaskrifstofu til framtíðar er allt annað mál,“ segir Maylén.

Sveigjanlegt vinnufyrirkomulag

Nú standa flestar skrifstofur auðar.

Maðurinn á bak við tillöguna, Nicolai Langfeldt í Hægri flokknum, er undrandi yfir viðbrögðum Starfsgreinasambandsins. „Í stað þess að fara í umræður um sveigjanlegra vinnufyrirkomulag með opnum huga, eru peningar settir á oddinn. Reynum frekar að finna góðar lausnir í sameiningu,“ segir Nicolai.

Hann bendir á að borgarráð hafi rætt á jákvæðum nótum um tillöguna þegar hann kom henni upphaflega á framfæri. „Forsenda þess að notast við heimaskrifstofur er að viðræður fari fram milli aðila. Ég held að kórónafaraldurinn hafi sýnt okkur að heimaskrifstofa geti verið mjög hentug fyrir marga aðila, bæði vinnuveitendur og starfsmenn. Ég held líka að margir meðlimir sambandsins kunni að meta sveigjanlegri vinnuviku,“ segir Nicolai.

Search