Launahækkun um áramót
Laun hækka samkvæmt kjarasamningum þann 1. janúar 2022.
Allir sem hafa mánaðarlaun kr. 569.999 og lægri, fá kr. 25.000 hækkun mánaðarlauna.
Starfsmenn með mánaðarlaun kr. 570.000 og hærri fá kr. 17.250 hækkun mánaðarlauna.
Lágmarkslaun frá 1. janúar 2022 fyrir þessi starfsheiti verða:
Gjaldkerar og bankaritarar kr. 440.990
Þjónustufulltrúar og ráðgjafar kr. 497.285
Féhirðir kr. 554.942
Sérfræðingar kr. 594.999
Við hvetjum félagsmenn til að skoða vel launakönnun SSF 2021 (sjá link: Launakönnun) og bera saman eigin laun og annarra í sambærilegum störfum. Fljótlegast er að fletta beint í blaðsíður 45-47 og 174-175.
Desemberuppbót 1. desember 2022 verður kr. 98.000
Orlofsuppbót 1. júní 2022 verður kr. 53.000