skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

LAUNAKÖNNUN SSF 2021

LAUNAKÖNNUN SSF 2021

SSF hefur ákveðið að gera launakönnun meðal félagsmanna og fer hún fram dagana 1.-20. október.

Spurningarnar í launakönnuninni eru að mestu hliðstæðar spurningum í launakönnun SSF frá fyrri árum. Spurt er um laun og skiptingu þeirra, menntun, starf, fjölda unninna stunda, þjónustu SSF, búsetu, kyn og fleira. Ekki er spurt hvar þú vinnur enda er það ekki tilgangurinn með könnuninni að bera saman laun á milli fyrirtækja. Þetta árið er til viðbótar spurt um vinnutímastyttingu og jafnlaunavottun.

Verið er að dreifa umslögum með vefslóð á könnunina og lykilorði á starfsstöðvar félagsmanna SSF í þessum rituðu orðum og ættu því allir að hafa fengið sitt umslag fyrir helgi.

Könnunin er nú þegar opin ef félagsmenn vilja nota september laun (í stað október launa sbr. spurning nr. 10).

Gríðarlega mikilvægt er að félagsmenn svari könnuninni. Launakönnun SSF er eina tækið fyrir félagsmenn til að staðsetja sig í launum miðað við starfsvettvang, menntun og reynslu.

Þeir sem svara könnuninni fara í happdrættispott þar sem 50 veglegir vinningar eru í boði (nánar í bréfi sem hver og einn fær afhent). Munið að geyma bréfið sem þið fáið, þar gæti leynst vinningur.

Search