Launaþróun fyrstu mánuði samningstímabils
Sundurliðaðar launavísitölur Hagstofunnar hafa nú verið birtar fyrir marsmánuð.
Sé litið á núverandi samningstímabil hafa laun í fjármálageiranum hækkað að meðaltali um 6,8% frá nóvember 2022 fram til mars 2023.
Í þessum tölum ættu allar hækkanir vegna kjarasamninga á almenna markaðnum að vera komnar inn.
Við samningsgerðina reiknuðum við í SSF með að kostnaðarhækkun okkar samnings yrði undir 6%, niðurstaðan er því ögn skárri en það.
Skýringar geta verið nokkrar. Launavísitala fjármálamarkaðar nær bæði yfir fjármála- og vátryggingastarfsemi og við vitum að launastigið er lægra í tryggingunum og því hækkar það prósentuhækkunina. Við vitum líka að hækkun lægstu launa varð meiri en samningurinn gerði ráð fyrir og kannski hefur 66 þús.kr. þakið ekki haldið eins vel og atvinnurekendur vildu.
Hækkun á almenna markaðnum var ívið meiri en hjá okkur eins og reiknað var með.
Það er lítið að marka myndina um launavísitöluna og opinbera starfsmenn þar sem niðurstöður samninga opinberra starfsmanna eru ekki komnar inn í tölurnar.