skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

Lokadagur launakönnunnar – 19. feb.

Lokadagur launakönnunnar – 19. feb.

Style: "Ektachrome"

Lokadagur er 19. febrúar.

Lokadagur launakönnunar er næstkomandi föstudag, 19. febrúar.  Allir sem taka þátt fara í happdrættispottinn og eiga möguleika á veglegum vinning.

Það er gríðarlega mikilvægt fyrir félagsmenn SSF þátttaka sé góð.

Allir félagsmenn ættu að hafa fengið umslag vegna þessa, í umslaginu er  blað með vefslóð og lykilorði. Á engan hátt er hægt að rekja svör til viðkomandi félagsmanns eða fyrirtækis. Framkvæmd könnunarinnar er í höndum Gallup.

Gott er að hafa síðasta launaseðil við hendina þegar svarað er. Mikilvægt er að félagsmenn leggi sitt af mörkum til að svörun verði sem allra best. Með því verða niðurstöður marktækari og gefur stjórn SSF gleggri mynd af kjörum og launaþróun félagsmanna undanfarinna ára en jafnframt munu niðurstöðurnar nýtast félagsmönnum betur sem viðmið um eigin laun. Niðurstöðurnar verða nýttar til grundvallar á launareiknivél SSF sem aðgengileg verður á heimasíðu SSF.

Stjórn SSF skorar á félegsmenn að taka þátt í könnuninni og að hvetja aðra félagsmenn á sínum vinnustað til að gera slíkt hið sama.

Search