Úthlutunarreglur Menntunarsjóðs SSF
1. Um sjóðinn
Markmið Menntunarsjóðs SSF er að efla félagsmenn í starfi og gera þá að verðmætari starfsmönnum. Sjóðnum er ætlað að veita styrki vegna kostnaðar við menntun, símenntun og endurmenntun. Einnig við námskeið í námstækni, og námskeið sem nýtist til félagsstarfa að mati stjórnar.
Stjórn sjóðsins er heimilt að hafna umsókn um styrk sé tilgangur hennar andstæður markmiðum eða tilgangi sjóðsins.
Sjóðurinn er eingöngu fjármagnaður með framlagi atvinnurekenda sem greiða upphæð sem nemur 0,30% af mánaðarlaunum starfsmanna.
2. Hvað er styrkt, hámarksstyrkur á misseri og umsóknarfrestur
Einungis eru veittir styrkir vegna námsgjalda en ekki vegna annars kostnaðar sem til fellur við námið s.s. bókakostnaðar eða ferðakostnaðar.
Hámarksstyrkur á misseri er 80% af námskeiðsgjöldum, þó aldrei hærri en kr. 175.000,- (var 50% og 150.000 til og með vormisseri 2019).
Almanaksárinu er skipt í þrjú misseri, en þau eru; vormisseri (01.01-31.05), sumarmisseri (01.06-31.08) og haustmisseri(01.09-31.12). Í þeim tilfellum þar sem styrkir eru greiddir miðað við misseri getur félagsmaður sótt um hámarksstyrk fyrir hvert misseri hafi viðkomandi sótt nám á tveimur misserum eða öllum þremur á almanaksárinu. Sækja verður um hvert misseri innan 12 mánaða frá því að fyrir það var greitt.
Réttur í sjóðinn miðast við það tímabil sem viðkomandi greiðir félagsgjald til SSF og þarf námið/námskeiðið sem sótt er um endurgreiðslu vegna, að hafa verið stundað á því tímabili. Hætti félagsmaður störfum hjá aðildarfyrirtæki eftir að hafa greitt félagsgjald samfellt í að minnsta kosti 6 mánuði á viðkomandi fullan rétt á almennum styrkjum úr Menntunarsjóði í 6 mánuði eftir síðustu greiðslu félagsgjalda.
3. Fullgild umsókn
Með skilmerkilega útfylltri umsókn í Menntunarsjóð SSF sem skila skal rafrænt í gegnum „Mínar síður“ á vef ssf.is innan tilskilins frests skal fylgja:
- Frumrit greiðslukvittunar námsgjalda.
- Staðfesting á skólavist eða námsframvindu. Þetta getur hvort sem er verið vottorð frá skóla sem hægt er að fá útgefið á þjónustuborði viðkomandi skóla eða skjáskot úr innra kerfi skólans sem sýnir nafn námsmanns, tímabil náms og áfanga.
ATH. Styrkur er ekki greiddur nema framangreind gögn fylgi umsókn. Minnt er á að ef umsækjandi er ekki lengur við störf innan aðildarfyrirtækis, að uppfæra upplýsingar eins og netfang inni á „mínum síðum“ sé þess þörf.
4. Styrkhæft nám og greiðslur
Sumarstarfsmenn eða aðrir lausráðnir félagsmenn sem starfa samfellt í 6 mánuði eða styttra geta sótt um eftirfarandi styrk:
Greiddur er styrkur sem nemur allt að 80% af námskeiðsgjöldum, að hámarki kr. 30.000,- á hverju almanaksári (var 50% og 25.000 til og með vormisseri 2019). Greitt er vegna náms/tómstundanámskeiðs sem fellur undir úthlutunarreglur þessar skv. liðum 4a-4d og 5, og viðkomandi sækir á því ári sem styrkur er greiddur fyrir.
Félagsmenn sem starfað hafa samfellt lengur en 6 mánuði geta sótt um eftirfarandi styrki:
a) HÁSKÓLANÁM
Nám á háskólastigi sem stundað er samhliða starfi og veitir fullgildar námseiningar. Hámarksfjárhæð hvers styrks á misseri er 80% af skólagjöldum, allt að kr. 175.000,- (var 50% og 150.000 til og með vormisseri 2019).
b) NÁM Á FRAMHALDSSKÓLASTIGI/STARFSRÉTTINDI
Einingametið nám á framhaldsskólastigi sem stundað er samhliða starfi, sem og réttindanám á framhaldsskólastigi svo sem bóklegt flugnám, bóklegt meiraprófsnám, iðnnám, jógakennaranám, þjálfaranám og annað nám sem veitir starfsréttindi. Hámarksfjárhæð hvers styrks á misseri er 80% af skólagjöldum, allt að kr. 175.000,- (var 50% og 150.000 til og með vormisseri 2019).
c) ENDURMENNTUN/STYTTRI NÁMSLEIÐIR/TUNGUMÁLANÁM
Endurmenntunarnámskeið og styttri námsleiðir sem ekki veita fullgildar námseiningar. Hér undir fellur meðal annars tungumálanám, bókhaldsnám, tölvur, verðbréfanám og löggildingarnám. Hámarksfjárhæð hvers styrks á misseri er 80% af námskeiðsgjöldum, allt að kr. 175.000,- (var 50% og 150.000 til og með vormisseri 2019).
d) SJÁLFSSTYRKING
Námskeið í námstækni, framkomu, ræðumennsku og önnur námskeið sem nýtast til sjálfsstykingar félagsmanns að mati stjórnar. Hámarksfjárhæð hvers styrks á misseri er 80% af námskeiðsgjöldum, allt að kr. 175.000,- (var 50% og 150.000 til og með vormisseri 2019).
5) TÓMSTUNDANÁMSKEIÐ
Veittur er styrkur fyrir allt að 80% af námskeiðsgjöldum að hámarki kr. 30.000,- á hverju 12 mánaða tímabili. Undir tómstundanámskeið falla námskeið sem hafa skilgreint upphaf, endi og leiðbeinanda. Athugið að aðgangskort í líkamræktarstöðvar og ástundum íþrótta falla ekki undir þennan styrktarflokk þar sem aðildarfyrirtæki að kjarasamningi SSF greiða íþróttastyrki. Umsókn þarf að fylgja löglegur reikningur sem á uppruna sinn í viðurkenndu bókhaldskerfi eða að öðrum kosti þarf reikningur að vera númeraður og stimplaður. Á reikningi þurfa að koma fram upplýsingar um hvaða námskeið verið er að sækja og hver móttekur greiðslu, auk þess að bera með sér að hann sé greiddur. Dæmi um löglegan reikning.
Sérreglur:
a) Atvinnulausir félagsmenn
Atvinnulausir félagsmenn SSF geta sótt um styrki í allt að 2 ár eftir starfslok vegna náms sem þeir stunda enda hafi þeir ekki verið í launuðu starfi á tímabilinu. Umsókn skal fylgja afrit úr staðgreiðsluskrá á þjónustuvef RSK fyrir tímabilið frá starfslokum. Hana finnið þið hér; https://thjonustusidur.rsk.is/vefur/Stadgreidsla/Yfirlit.
b) Félagsmenn sem taka sér launalaust leyfi
Félagsmenn sem taka sér launalaust leyfi frá störfum í allat að 12 mánuði en snúa aftur til starfa að loknu námi, þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði til að eiga sama rétt:
- Að hafa unnið í tvo mánuði að loknu námi.
- Hafa amk þriggja ára samfellda starfsreynslu skv kjarasamningi SSF við upphaf náms.
- Sýna gilda námsframvindu á tímabilinu.
Ákvæði þetta gildir einu sinni fyrir hvern einstakling.
Samþykkt á fundi stjórnar SSF þann 29. apríl 2021 og gildir frá 1. maí 2021.
Stjórn Menntunarsjóðs SSF
Athugið að greiðslur úr Menntunarsjóði eru framtalsskyldar á skattframtali.