MÍNAR SÍÐUR RÉTTAR?
Undanfarið hefur töluvert borið á því að upplýsingar inni á „mínum síðum“ eru ófullnægjandi og greiðslur styrkja farið á villu vegna þess. Það er nefnilega svo að ef ekki er skráð netfang eða símanúmer þá getum við ekki haft samband eins og gefur að skilja. Sömuleiðis fara greiðslur á villu ef ekki er skráð reikningsnúmer, eða ef það er ekki rétt skráð.
Farið því endilega inn á ssf.is og þar inn á „Mínar síður“ uppi í hægra horni, skráið ykkur inn og farið yfir „Upplýsingarnar mínar“, lítill blár rammi uppi vinstra megin þegar þið eruð komin inn á ykkar síðu.
Þetta tekur enga stund en afar mikilvægt fyrir okkur sem sinnum því að fara yfir umsóknir að þetta sé allt saman rétt. Ef þið komist ekki í þetta núna, skoðið þá endilega næst þegar þið þurfið að fara inn t.d. vegna umsókna um styrki.