MOTTUMARS – ERT ÞÚ BÚINN AÐ FARA Í SKOÐUN?
Mottumars – ekki humma fram af þér heilsuna
Nú er mars eða eins og hann hefur verið kallaður undanfarin ár “Mottumars”.
Mottumars er árlegt átak Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameini hjá körlum.
Þriðji hver karlmaður greinist með krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Gríðarlegar framfarir hafa átt sér stað í meðferð krabbameina á undanförnum árum og fimm ára lífshorfur hafa meira en tvöfaldast frá því að skráning hófst.
Mikilvægt er að þekkja einkennin og bíða ekki of lengi að leita sér læknis. Almennt leita karlar seinna til læknis en konur og sumir karlmenn biðu í meira en ár frá því að einkenna varð vart þar til þeir leituðu læknis (tekið af vef Mottumars).
Hægt er að kynna sér átakið „Mottumars“ hér: Mottumars – styrktu átakið strax í dag!
Það er engin ástæða til þess að humma þetta fram af sér, þar sem styrktarsjóður SSF greiðir styrki vegna hefðbundinna krabbameinsskoðana hjá viðurkenndum aðilum, auk framhaldsskoðana vegna krabbameinsleitar, eins og t.d. blöðruháls- og ristilskoðanir. Endurgreitt er að hámarki kr 100.000 á hverjum 12 mánuðum. (sjá nánar undir styrktarsjóð á heimasíðu SSF)
Það er ekki eftir neinu að bíða, pantaðu tíma í skoðun!