skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

NIÐURSTAÐA ÚR KOSNINGU UM KJARASAMNING SSF

NIÐURSTAÐA ÚR KOSNINGU UM KJARASAMNING SSF

Ágætu félagsmenn í SSF

Niðurstaðan úr atkvæðagreiðslu um kjarasamning var þessi:

Á kjörskrá voru 3574
Þar af kusu 2721 eða samtals 76,1% þátttaka sem er frábært.

Niðurstöður voru:
Já = 1292 eða samtals 47,48%
Nei = 1322 eða samtals 48,59%
Tek ekki afstöðu = 107 eða samtals 3,93%

Meiri hluti félagsmanna sem tóku afstöðu felldu kjarasamninginn.

Samtök atvinnulífsins telja að „Tek ekki afstöðu“ eigi að telja með „já“ atkvæðum. Samninganefnd SSF telur að félagsmenn hafi fellt kjarasamninginn.

Stjórn SSF mun koma saman og ræða stöðuna. Mögulega verður látið á málið reyna fyrir Félagsdómi ef með þarf.

Search