NIÐURSTÖÐUR LAUNAKÖNNUNAR 2021
Launakönnun meðal félagsmanna SSF fór fram dagana 1.-20. október 2021. Þátttaka var frábær og langt um betri en hjá flest öllum öðrum stéttarfélögum sem framkvæma launakannanir. Dreift var 3.096 umslögum með lykilorðum til félagsmanna og tóku 2.459 þeirra þátt í könnuninni, það er 79%. Könnunin gefur því mjög ábyggilega mynd af kaupi og kjörum félagsmanna SSF. Könnunin er afar víðtæk þar sem spurt er um laun, vinnutíma, fastlaunasamninga, vinnuálag, jafnlaunavottun o.fl.
Gefið ykkur góðan tíma til að fletta í gegnum niðurstöðurnar, ykkur til fróðleiks um kaup og kjör, ásamt öðrum vinnutengdum þáttum í starfi félagsmanna SSF. Best er að byrja á því skoða efnisyfirlitið á bls. 2 og 3.
Félagsmenn sem vilja sjá nokkuð glögga mynd af launum, dreifingu þeirra og stöðu ákveðinna hópa er bent á að lesa blaðsíður 45, 46 og 47 og aftast blaðsíður 173-181. Hver og einn félagsmaður SSF getur skoðað og metið eigin launaröðun og borið saman við laun annarra í svipaðri stöðu miðað við starfssvið, menntun og reynslu. Á næstu vikum verður launareiknivél SSF uppfærð með gögnum úr launakönnuninni, þegar því er lokið verður frétt þess efnis birt á heimasíðu SSF og Facebook.
Niðurstöður launakönnunar 2021 má nálgast hér: 2021 Launakönnun.