skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

Ný skýrsla Kjaratölfræðinefndar – launaþróun

Ný skýrsla Kjaratölfræðinefndar – launaþróun

Nýlega kom út vorskýrsla Kjaratölfræðinefndar (www.ktn.is). Skýrslan fjallar um launaþróun ákveðinna hópa á tímabilinu frá nóvember 2022 til janúar 2024. Skýrslan fjallar fyrst og fremst um launaþróun innan stóru heildarsamtakanna (ASÍ, BHM, BSRB og KÍ) auk þess sem fjallað er nokkuð ítarlega um þróun efnahags- og vinnumarkaðsmála. Engar upplýsingar eu í skýrslunni um félög utan heildarsamtaka eins og t.d. SSF og Verkfræðingafélagsið, en hægt er að nota talnaefni í skýrslunni til þess að bera saman við það sem vitað er um aðra hópa.

Bestu upplýsingar um launaþróun á fjármálamarkaði eru launavísitala Hagstofnnar um fjármála- og vátryggingasstarfsemi sem byggja á upplýsingum frá fyrirtækjum í greininni. Samanburð á þeirri launavísitölu og niðurstöðum Kjaratölfræðinefndar fyrir tímabilið frá nóvember 2022 til janúar 2024 má sjá í myndinni hér að neðan. Athugið að x-ásinn nær ekki frá núlli þannig að myndin sýnir ýktan mun á hópum.

Eins og við munum voru samningarnir sem tóku gildi í nóvember 2022 með 66 þús. kr. þaki fyrir launahækkanir. Samninganefnd SSF hafði áætlað að launahækkanir á fjármálamarkaði vegna þess yrðu mun minni en reyndin varð. Almennt launaskrið virðist hafa bætt niðurstöðuna mikið.

Sé litið á lengra tímabil, þ.e. frá mars 2019 til janúar 2024 er niðurstaðan ekki svo slæm hvað fjármálamarkaðinn varðar, sbr. myndina hér að neðan.

Search