skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

Nýr þjónustufatnaður innleiddur hjá Arion banka

Nýr þjónustufatnaður innleiddur hjá Arion banka

Arion banki hefur innleitt einkennisfatnað fyrir starfsfólk í útibúum. Fatalínan er einkennismerkt að hluta og hefur starfsfólk val innan fatalínunnar. Ásdís Björg Pálmadóttir, verkefnastjóri verkefnisins, segir mikla ánægju með fatnaðinn hjá starfsfólki bankans og viðskiptavinum. „Við ákváðum að innleiða þjónustufatnaðinn eftir góða raun af einkennisfatnaði í útibúinu í Leifsstöð sem við opnuðum vorið 2016. Við héldum svo áfram með verkefnið þegar við opnuðum útibúið í Kringlunni í nýrri mynd sl. haust. Hönnunin og verkefnið hefur verið í þróun allt frá því við opnuðum í Keflavík. Það var svo núna í apríl sem að fötin voru tilbúin fyrir alla og innleiðingin kláraðist.“

Ástæðuna fyrir einkennisfatnaðinum segir Ásdís vera m.a. þá að Arion banki er að færa sig frá hefðbundnum gjaldkerastúkum í að veita aðstoð í ríkari mæli við sjálfsafgreiðslu s.s. við hraðbanka og tölvur og því er mikilvægt að viðskiptavinir þekki starfsfólk frá öðrum gestum í útibúinu. Þjónustuhlutverkið í útibúunum hefur breyst og hluti af nýrri þjónustu er einkennisfatnaðurinn hjá Arion sem skapar „ákveðna ásýnd og gerir starfsfólkið aðgengilegra“.

Ásdís segir fatalínuna vera í stöðugri þróun en ekki er um einn einkennisfatnað að ræða heldur getur starfsfólk Arion banka valið úr fatalínu sem er með eitt ákveðið heildstætt útlit. „Við erum gríðarlega ánægð með hönnunina en við fengum til liðs við okkur einn færasta fatahönnuð landsins og þótt víðar væri leitað, Steinunni Sigurðardóttur.“

 

 

 

 

Search