Orlofsuppbót 1. júní 2013
Samkvæmt grein 1.6.1. í Kjarasamningi SSF og SA eiga starfsmenn að fá orlofsuppbót greidda þann 1. júní 2013. Orlofsuppbótin er kr. 21.000,- fyrir fullt starf á nýliðnu orlofsári frá 1. maí 2012 til 30. apríl 2013. Starfsmenn sem unnið hafa hluta af orlofsárinu eða eru í hlutastarfi fá orlofsuppbót í samræmi við starfshlutfall. Athugið að þetta er í fyrsta skipti sem orlofsuppbót er greidd samkvæmt núgildandi kjarasamningi.