skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

Raunávöxtun nokkurra lífeyrissjóða 2023

Raunávöxtun nokkurra lífeyrissjóða 2023

Fyrr á árinu birtum við upplýsingar um ávöxtun þeirra samtryggingarsjóða sem ætla má að langstærstur hluti starfsfólks á samningssviði SSF greiði skyldulífeyrisframlag í. Þetta eru Almenni lífeyissjóðurinn, Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Íslenski lífeyrissjóðurinn, Lífeyrissjóður bankamanna og Lífeyrissjóður verslunarmanna.

Nú hafa allir þessir sjóðir birt ársuppgjör fyrir árið 2023 og þar með raunávöxtun á árinu. Árið 2023 var lífeyrissjóðunum erfitt hvað ávöxtun varðar þó það hafi ekki verið eins slæmt og 2022.

Ekki þarf að taka fram að samanburður eins og þessi verður aldrei fullkomlega nákvæmur milli sjóða. Þar hafa t.d. þættir eins og mismunandi áhættustefna og uppgjörsaðferðir áhrif.

Myndin hér að neðan sýnir raunávöxtun samtryggingardeilda þessara sjóða á árinu 2023 og meðalraunávöxtun síðustu 5 ára.

 

Search