RB hlýtur Gullmerki Jafnlaunaúttektar PwC
RB hefur hlotið Gullmerki Jafnlaunaúttektar PwC, en með því er staðfest að munur á grunn- og heildarlaunum karla og kvenna er minni en 3,5% hjá fyrirtækinu. Í úttektinni var tekið tillit til áhrifa aldurs, starfsaldurs, fagaldurs, menntunar, starfshóps, stöðu gagnvart jafningjum, hæfniviðmiðs, stöðu í skipuriti og mannaforráða.
Niðurstaðan er í takt við jafnréttisstefnu fyrirtækisins þar sem meðal annars er lögð áhersla á jafnrétti kynjanna í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Auk þess sem ávallt er lögð áhersla á jafnrétti milli trúarbragða, kynhneigðar, kynþátta eða annarra þátta sem á einhvern hátt geta aðgreint starfsfólk.
Þess bera að geta að í tæknigeiranum er algengt að kynjahlutföll séu 80% karlar og 20% konur en hjá RB starfa um 35% konur.
„Við eru mjög stolt af því að hafa fengið Gullmerki Jafnlaunaúttektar PwC og er sú viðurkenning í samræmi við áherslur okkar í mannauðsmálum. Við störfum eftir sérstakri jafnréttisstefnu þar sem jafnrétti kynjanna, sem og annað jafnrétti er í hávegum haft. Auk þess að vinna markvisst að því að fjölga konum í tæknigeiranum, meðal annars með sjóðnum Forritarar framtíðarinnar. Þetta teljum við hluta af samfélagsábyrgð okkar“ segir Herdís Pála Pálsdóttir framkvæmdastjóri Mannauðs- og markaðsmála hjá RB.
Fréttatilkynning frá RB.