skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

RB í samstarf um að efla hlut kvenna í tæknigeiranum

RB í samstarf um að efla hlut kvenna í tæknigeiranum

Herdís Pála Pálsdóttir framkvæmdastjóri mannauðs- og markaðsmála hjá RB og Hrafnhildur Hafsteinsdóttir framkvæmdastjóri FKA.

Gengið hefur verið frá samkomulagi um að RB gerist velunnari Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA, en hlutverk félagsins er að efla tengslanet og styðja kvenleiðtoga til að sækja fram og sameina þá. Hlutverk velunnara gengur í megin atriðum út á að styðja við starf FKA og þannig við öflugt hreyfiafl í íslensku atvinnulífi þar sem lögð er áhersla á jafnvægi og samfélagslega ábyrgð. Velunnarar styðja sína kvenstjórnendur til að sækja fram með aðild að FKA og hvetja til starfsþróunar, sýnileika og tengslamyndunar í FKA.

“Við vinnum með aðilum á vinnumarkaði, fyrirtækjum, félagssamtökum og hinu opinbera að því að efla og benda á þátt kvenna í stjórnun eða stjórnunarstöðum í atvinnulífinu. Við stöndum fyrir um 60 viðburðum á ári, fjölbreyttri fræðslu ásamt því að veita ráðgjöf til hinna ýmsu fyrirtækja og verkefna. Við erum hreyfiafl til að efla fjölbreytileika atvinnulífsins og skiptir þá samstarf við velunnara eins og RB miklu máli og að skapa jafnvægi í hinum ýmsu geirum. Samvinna FKA og RB mun ýta við verkefnum og stuðla að jafnvægi þegar kemur að konum og tækni” segir Hrafnhildur Hafsteinsdóttir framkvæmdastjóri FKA.

„Með þessu samstarfi við FKA vill RB leggja sitt af mörkum við að stuðla að jafnvægi í íslensku atvinnulífi sem og að styðja konur til að sækja fram, sérstaklega í tæknigeiranum en þar hallar verulega á konur hvað kynjahlutfall varðar. Við lítum á þetta sem hluta af samfélagslegri ábyrgð okkar og erum stolt að því að vera velunnari félagsins” segir Herdís Pála Pálsdóttir framkvæmdastjóri mannauðs- og markaðsmála hjá RB.

Search