Samhentur hópur á Formanna- og trúnaðarmannafundi
Stjórn SSF, forystumenn aðildarfélaga og fjöldi trúnaðarmanna kom saman á formannafundi á Hótel Örk í gær fimmtudag til þess að móta kröfur samtakanna í komandi kjarasamningum. Undirbúningur kjarasamninga hófst á þingi samtakanna í mars sl. og síðan hafa málin verið unnin áfram á vettvangi stjórnar SSF.
Nú verður unnið úr niðurstöðum formannafundarins og endanlegar kröfur mótaðar. Stjórn SSF stefnir að kynningarfundi fyrir félagsmenn á næstu vikum um kröfur og komandi kjarasamninga. Slíkur fundur yrði þá á fjarfundarformi.