SENN KEMUR SUMAR!
Nú þegar sumarið gengur í garð og vetur víkur er rétt að minna á að í hönd fer síðasti vinnustyttingarmánuður í bili, en vinnustyttingin er í flestum tilfellum nýtt þannig meðal félagsmanna að tekinn er hálfur frídagur í 9 mánuði, alla nema júní, júlí og ágúst.
Sumarið þýðir líka að nú fara ungmennin að streyma inn í bankana og þá er nú gott að geta sýnt fram á kosti þess að vera í stéttarfélagi. Nýverið uppfærðum við upplýsingabækling SSF, „Traustur bakhjarl“ og er hann kominn á heimasíðu SSF, https://vefbirting.prentmetoddi.is/ssf/Traustur-bakhjarl/.
Þennan bækling ættu allir sumarstarfsmenn að lesa sér til fróðleiks og ekki síður aðrir félagsmenn sem þurfa kannski að rifja upp kostina við það að vera félagsmaður í SSF.
Að þessu sögðu óskar stjórn SSF og starfsfólk skrifstofu öllum félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars sem vonandi verður okkur öllum gott.