SSF blaðið er komið út
Nýjasta tölublað Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja er komið út. Forsíðuviðtal blaðsins er við Hildi Högnadóttur sem lét nýlega af störfum eftir tæplega 53 ár í fjármálageiranum. Hún segir vinnuna í bankanum hafa breyst mikið en eitt hafi þó ávallt verið eins og það sé gott samstarfsfólk. Í blaðinu er auk þess fjallað um mikilvægi þess að starfsaldur sé rétt skráður, mótframlag vinnuveitanda í fæðingarorlofi, nýja viðbót við kjarasamning og sögu lífeyrisréttinda félagsmanna SSF. Ari Skúlason, 2. varaformaður SSF, skrifar um fjármálafyrirtæki í breyttum heimi og blaðið ræðir við Hörpu Jónsdóttur, nýráðinn framkvæmdastjóra fjármálastöðugleika í Seðlabankanum.
Skoða blaðið: SSF blaðið – desember 2016