skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

SSF gefur margnota innkaupapoka

SSF gefur margnota innkaupapoka

Stjórn SSF ákvað í lok 80 ára afmælisársins að gefa félagsmönnum sínum margnota innkaupapoka. Vill stjórnin með þessu vekja félagsmenn sína til umhugsunar um þá miklu plastnotkun sem er í heiminum í dag og hversu mikið hagsmunamál það er að draga úr allri plastnotkun. Margnota pokar til innkaupa eru mikilvægt skref í þá átt að draga úr notkun plastpoka og leggja því umhverfisvernd lið.

Hver félagsmaður fær tvo poka að gjöf en þeim verður dreift á næstu vikum með aðstoð trúnaðarmanna SSF, með magninnkaupum er kostnaði við hvern poka haldið í algjöru lágmarki eða um 250 kr.

Í tilefni þess að SSF varð 80 ára árið 2015 ákvað stjórnin að leggja góðum málum lið og sýna samfélagslega ábyrgð í stað þess að bjóða til afmælisveislu. Ákveðið var að styrkja starfsemi Ljóssins með gjöf til tækjakaupa í endurhæfingar- og sjúkraþjálfunarsal Ljóssins. Jafnframt var gerður samningur milli samtakanna og Ljóssins um viðhald og endurnýjun tækja til ársins 2020. Gjöfin til Ljóssins mæltist mjög vel fyrir meðal félagsmanna SSF og ,,Saman verndum við náttúruna“ gerir það vonandi líka.

Kær kveðja
Stjórn SSF

Search