SSF- mótið í keilu
SSF- mótið í keilu fer fram dagana 11. og 12. maí næstkomandi í Egilshöll. Mótið hefur verið haldið árlega og nýtur mikilla vinsælda. Keppt er í 4ra manna liðum í karla – og kvennaflokki en einnig geta blönduð lið keppt í karlaflokki.
Mótið verður með sama sniði og undanfarin ár, þ.e. spilaðar verða fimm umferðir skv. MONRAD-kerfi þar sem mismunur á skori liðanna ræður stigagjöf.
Keppni hefst stundvíslega klukkan 18:00 báða dagana. Fyrra kvöldið verða leiknir þrír leikir og tveir leikir síðara kvöldið ásamt verðlaunaafhendingu og veitingum.
Tilkynningu um þátttöku skal senda á netfang [email protected] fyrir kl. 12:00 föstudaginn 8. maí.
Í þátttökutilkynningu skal getið um hver verður í forsvari fyrir liðið/liðin og liðsskipan ( helst í röð leikmanna á braut )
NET-fang : [email protected]
NET-bréf subject : “SSF_keila_2015 – heiti liðs”.
Munið að taka fram netfang og síma fyrirliða í þátttökutilkynningu til að auðvelda samskiptin við keppnisliðin.