STYRKTARSJÓÐUR – HVENÆR MÁ SÆKJA UM Í SJÓÐINN?
Reglulega berast okkur á skrifstofunni fyrirspurnir fyrir hvaða tíma þurfi að vera búið að senda til að fá umsóknir afgreiddar.
Til að útskýra það skal áréttað að við afgreiðslu styrkja úr Styrktarsjóði SSF er ekki miðað við almanaksár heldur skoðuð úthlutun styrkja á síðustu tólf mánuðum.
Í lok árs berast fleiri umsóknir í sjóðinn en á öðrum tímum árs, sem er allt í lagi, en með vísan í ofangreint þá þarf ekki að senda inn umsóknir fyrir áramót til að fá þær afgreiddar. Það eina sem þarf að hafa í huga er að kvittanir séu ekki eldri en tólf mánaða þegar sótt er um en ekki er hægt að afgreiða styrki út þær.
Það getur verið góð regla að sækja um í sjóðinn nokkuð reglulega í stað þess að safna saman yfir langan tíma. Þetta á helst við þegar sótt er um styrki í flokkunum sjúkraþjálfun/nudd og sálfræði.
Munum umfram allt eftir réttindum okkar í Styrktarsjóði SSF https://www.ssf.is/styrktarsjodur-2/uthlutunarreglur/.